Aðalfundur Frjálsíþróttaráðs HSÞ 5. mars kl. 20:00 á Grænatorgi

 

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 5. mars n.k. á Grænatorgi í HSÞÍþróttahöllinni á Húsavík kl. 20:00

Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf og kosning stjórnar ráðsins.  Aðeins kjörnir fulltrúar aðildarfélaga HSÞ hafa atkvæðis-rétt á fundinum, en allir eru þó velkomnir sem áhuga hafa á frjálsíþróttastarfi í héraði HSÞ.

Með von um að sjá ykkur sem flest
Fyrir hönd frjálsíþróttaráðs HSÞ,
Hulda E. Skarphéðinsdóttir, formaður