AÐALFUNDUR FRJÁLSÍÞRÓTTARÁÐS HSÞ

Aðalfundur Frjálsíþróttaráðs HSÞ verður haldinn mánudaginn 17. mars 2014 kl. 20:00 á Grænatorginu í Íþróttahöllinni á Húsavík.
Dagskrá fundarins:
1. Setning aðalfundar
2. Kosning fundarstjóra og ritara.
3. Kosning kjörbréfanefndar og allsherjarnefndar (3 menn í hvora)
4. Skýrsla fráfarandi stjórnar.
5. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
Einnig árstillögur ef til kemur.
6. Lagabreytingar og tillögur sem borist hafa, teknar til meðferðar.
7. Kosning formanns ráðsins.
8. Kosning ritara sem er jafnframt varaformaður.
9. Kosning gjaldkera.
10. Kosning tveggja varamanna í stjórn og tveggja skoðunarmanna.
11. Önnur mál.
12. Fundi slitið.

Með von um að sjá ykkur sem flest
Fyrir hönd frjálsíþróttaráðs HSÞ
Ágústa Pálsdóttir formaður