Aksturssjóður – auglýst eftir umsóknum vegna æfinga í sumar

Aksturssjóður HSÞ auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn vegna íþróttaæfinga í sumar.

Tilgangur sjóðsins er að taka þátt í ferðakostnaði vegna þátttöku barna og unglinga, 18 ára og yngri, á félagssvæði HSÞ í skipulögðum íþróttaæfingum og/eða skipulögðu félags- og æskulýðsstarfi, á vegum aðildarfélaga HSÞ.

Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2018. Eyðublöð og reglugerð sjóðsins má finna á heimasíðu HSÞ http://hsth.is/log-og-reglugerdir/