Ársþing HSÞ – Thelma Dögg valin íþróttamaður HSÞ 2016

Ársþing HSÞ var haldið í Stórutjarnaskóla í dag. 55 fulltrúar frá 16 aðildarfélögum HSÞ mættu til þingsins. Aníta Karin Guttesen formaður HSÞ setti þingið og flutti skýrslu stjórnar. Fulltrúar frá UMFÍ og ÍSÍ heiðruðu félaga í HSÞ fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina. Íþróttafólki úr héraði voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í hinum ýmsu íþróttagreinum og kjöri íþróttamanns HSÞ 2015 var lýst.

Thelma Dögg Tómasdóttir hestamannafélaginu Grana var valin Íþróttamaður HSÞ 2016 fyrir góða árangur í hestaíþróttum á árinu.

Thelma Dögg Tómasdóttir

Árangur hennar á árinu 2016 er eftirfarandi

 1-2 sæti nýárstölt Léttis

Kea mótaröð
Fjórgangur                   2 sæti
Tölt                      5 sæti
Fimmgangur      1 sæti
Slaktaumatölt     4 sæti

Líflandsmót
Tölt                      2 sæti
Fjórgangur                   2 sæti
Fimmgangur      2 sæti

Vormót Léttis
Fjórgangur                   4 sæti
Tölt                      2 sæti
Slaktaumatölt     5 sæti (fullorðinsflokk)
Fimmgangur      2 sæti (fullorðinsflokk)

Landsmót 2016
A úrslit 6 sæti

Íslandsmót 2016
Fjórgangur                   16 sæti
Tölt                      3 sæti (b-úrslit)
Fimmgangur      7 sæti (a-úrslit)
Slaktaumatölt     6 sæti (a-úrslit)

Reykjavík Ridercup
Fimmgangur                13 sæti

Youth cup í Hollandi
Fimmgangur                2 sæti
Gæðingaskeið             7 sæti
Flac race                      útslit
(Valin voru 9 íslensk ungmenni til þess að fara sem fulltrúar islands)

Suðurlandsmót
Gæðingaskeið             5 sæti
100 metra skeið          7 sæti

Einnig má taka fram að Thelma Dögg hefur verið valin í afrekshóp Landsambands hestamanna. Afi Thelmu Daggar, Jón Helgi Jóhannesson, tók við verðlaunabikarnum fyrir hönd Thelmu þar sem hún var að keppa á hestamóti í Reykjavík.

Jón Helgi Jóhannesson og Aníta Karin Guttesen

Ingi Þór Ágústsson frá ÍSÍ ávarpaði þingið og heiðraði Birnu Davíðsdóttur Bjarma, með silfurmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf.  Gunnar Gunnarsson frá UMFÍ ávarpaði þingið einnig og heiðraði Helen Jónsdóttir Bjarma og Kristján I jóhannesson Bjarma með starfsmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina. Birna tók við starfsmerkinu fyrir hönd Kristjáns.

Aníta Karin Guttesen var endurkjörin formaður HSÞ til 1 árs.

Þó nokkrar breytingar voru samþykktar á ársþinginu á reglugerð Akstursjóðs HSÞ og einnig á reglugerð um Afreksmannasjóð HSÞ. Einnig var samþykkt að stofna sérstakt ungmennaráð HSÞ.

Íþróttafólk HSÞ 2016 og handhafar Hvatningarverðlauna HSÞ 2016
Hvatningarverðlaun HSÞ 2016 hlutu
Sund  –  Dagbjört Lilja Daníelsdóttir
Frjálsar íþróttir  –  Erla Rós Ólafsdóttir
Blak – Arney Kjartansdóttir
Hestaíþróttir –  Sigrún Högna Tómasdóttir
Íþróttafólk HSÞ 2016 eftir greinum
Frjálsíþróttamaður HSÞ     Unnar Þór Hlynsson
Skákmaður HSÞ                      Rúnar Ísleifsson
Glímumaður HSÞ                   Einar Eyþórsson
Skotmaður HSÞ                       Gylfi Sigurðsson
Knattspyrnumaður HSÞ     Dagbjört Ingvarsdóttir
Bocciamaður HSÞ                 Sylgja Rún Helgadóttir
Handboltamaður HSÞ        Sigurður Már Vilhjálmsson
Blakmaður HSÞ                      Jóna Björk Gunnarsdóttir
Bogfimimaður HSÞ              Guðmundur Smári Gunnarsson
Hestamaður HSÞ                   Thelma Dögg Tómasdóttir
Verðlaunagripir HSÞ 2016
Dagbjört Lilja Daníelsdóttir Hvatningarverðlaun í sundi
Arney Kjartansdóttir Hvatningarverðlaun í Blaki
Valgerður Sæmundsd. tekur við hvatningarverðlaunum í frjálsum fyrir hönd Erlu Rós Ólafsdóttur
Guðrún Kristinds. tekur við verðlaunum fyrir hönd Jónu K Gunnarsdóttur Blakmann HSÞ
Sylgja Rún Helgadóttir Bocciamaður HSÞ
Guðmundur Smári Gunnarsson Bogfimimaður HSÞ
Vilhjálmur Sigmundsson tekur við verðlaunum fyrir Haldboltamann HSÞ
Jón Helgi Jóhannsson tekur við verðlaunum vegna Hestamanns HSÞ
Einar Eyþórsson Glímumaður HSÞ
Dagbjört Ingvarsdóttir Knattspyrnumaður HSÞ
Unnar Þór Hlynsson Frjálsíþróttamaður HSÞ
Rúnar Ísleifsson Skákmaður HSÞ
Aðalbjörg Ívarsdóttir tekur við verðlaunum fyrir Gylfa Sigurðsson Skotmann HSÞ
Jón Helig Jóhannsson tekur við veðlaunum Thelmu Daggar Tómasdóttur sem var valin Íþróttamaður HSÞ 2016
Allir verðlaunahafa HSÞ 2016