Fræðslusjóður HSÞ

Stjórn HSÞ auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Fræðslusjóði HSÞ.
Rétt til að sækja í sjóðinn hafa eingöngu félagar í aðildarfélögum HSÞ.

Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2017

Umsóknir sendist á skrifstofu HSÞ;  hsth@hsth.is

 

Tilgangur sjóðsins er að auka menntun og þekkingu félaga innan HSÞ á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi – með því að sækja t.d. námskeið, fundi eða ráðstefnur.

Nánar um Fræðslusjóð má finna á heimasíðunni (hsth.is) undir „Stjórn HSÞ“ / sjóðir og styrkir.  Þar má einnig finna umsóknareyðublað.

Ársþing HSÞ – Thelma Dögg valin íþróttamaður HSÞ 2016

Ársþing HSÞ var haldið í Stórutjarnaskóla í dag. 55 fulltrúar frá 16 aðildarfélögum HSÞ mættu til þingsins. Aníta Karin Guttesen formaður HSÞ setti þingið og flutti skýrslu stjórnar. Fulltrúar frá UMFÍ og ÍSÍ heiðruðu félaga í HSÞ fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina. Íþróttafólki úr héraði voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í hinum ýmsu íþróttagreinum og kjöri íþróttamanns HSÞ 2015 var lýst.

Thelma Dögg Tómasdóttir hestamannafélaginu Grana var valin Íþróttamaður HSÞ 2016 fyrir góða árangur í hestaíþróttum á árinu.

Thelma Dögg Tómasdóttir

Árangur hennar á árinu 2016 er eftirfarandi

 1-2 sæti nýárstölt Léttis

Kea mótaröð
Fjórgangur                   2 sæti
Tölt                      5 sæti
Fimmgangur      1 sæti
Slaktaumatölt     4 sæti

Líflandsmót
Tölt                      2 sæti
Fjórgangur                   2 sæti
Fimmgangur      2 sæti

Vormót Léttis
Fjórgangur                   4 sæti
Tölt                      2 sæti
Slaktaumatölt     5 sæti (fullorðinsflokk)
Fimmgangur      2 sæti (fullorðinsflokk)

Landsmót 2016
A úrslit 6 sæti

Íslandsmót 2016
Fjórgangur                   16 sæti
Tölt                      3 sæti (b-úrslit)
Fimmgangur      7 sæti (a-úrslit)
Slaktaumatölt     6 sæti (a-úrslit)

Reykjavík Ridercup
Fimmgangur                13 sæti

Youth cup í Hollandi
Fimmgangur                2 sæti
Gæðingaskeið             7 sæti
Flac race                      útslit
(Valin voru 9 íslensk ungmenni til þess að fara sem fulltrúar islands)

Suðurlandsmót
Gæðingaskeið             5 sæti
100 metra skeið          7 sæti

Einnig má taka fram að Thelma Dögg hefur verið valin í afrekshóp Landsambands hestamanna. Afi Thelmu Daggar, Jón Helgi Jóhannesson, tók við verðlaunabikarnum fyrir hönd Thelmu þar sem hún var að keppa á hestamóti í Reykjavík.

Jón Helgi Jóhannesson og Aníta Karin Guttesen

Ingi Þór Ágústsson frá ÍSÍ ávarpaði þingið og heiðraði Birnu Davíðsdóttur Bjarma, með silfurmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf.  Gunnar Gunnarsson frá UMFÍ ávarpaði þingið einnig og heiðraði Helen Jónsdóttir Bjarma og Kristján I jóhannesson Bjarma með starfsmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina. Birna tók við starfsmerkinu fyrir hönd Kristjáns.

Aníta Karin Guttesen var endurkjörin formaður HSÞ til 1 árs.

Þó nokkrar breytingar voru samþykktar á ársþinginu á reglugerð Akstursjóðs HSÞ og einnig á reglugerð um Afreksmannasjóð HSÞ. Einnig var samþykkt að stofna sérstakt ungmennaráð HSÞ.

Íþróttafólk HSÞ 2016 og handhafar Hvatningarverðlauna HSÞ 2016
Hvatningarverðlaun HSÞ 2016 hlutu
Sund  –  Dagbjört Lilja Daníelsdóttir
Frjálsar íþróttir  –  Erla Rós Ólafsdóttir
Blak – Arney Kjartansdóttir
Hestaíþróttir –  Sigrún Högna Tómasdóttir
Íþróttafólk HSÞ 2016 eftir greinum
Frjálsíþróttamaður HSÞ     Unnar Þór Hlynsson
Skákmaður HSÞ                      Rúnar Ísleifsson
Glímumaður HSÞ                   Einar Eyþórsson
Skotmaður HSÞ                       Gylfi Sigurðsson
Knattspyrnumaður HSÞ     Dagbjört Ingvarsdóttir
Bocciamaður HSÞ                 Sylgja Rún Helgadóttir
Handboltamaður HSÞ        Sigurður Már Vilhjálmsson
Blakmaður HSÞ                      Jóna Björk Gunnarsdóttir
Bogfimimaður HSÞ              Guðmundur Smári Gunnarsson
Hestamaður HSÞ                   Thelma Dögg Tómasdóttir
Verðlaunagripir HSÞ 2016
Dagbjört Lilja Daníelsdóttir Hvatningarverðlaun í sundi
Arney Kjartansdóttir Hvatningarverðlaun í Blaki
Valgerður Sæmundsd. tekur við hvatningarverðlaunum í frjálsum fyrir hönd Erlu Rós Ólafsdóttur
Guðrún Kristinds. tekur við verðlaunum fyrir hönd Jónu K Gunnarsdóttur Blakmann HSÞ
Sylgja Rún Helgadóttir Bocciamaður HSÞ
Guðmundur Smári Gunnarsson Bogfimimaður HSÞ
Vilhjálmur Sigmundsson tekur við verðlaunum fyrir Haldboltamann HSÞ
Jón Helgi Jóhannsson tekur við verðlaunum vegna Hestamanns HSÞ
Einar Eyþórsson Glímumaður HSÞ
Dagbjört Ingvarsdóttir Knattspyrnumaður HSÞ
Unnar Þór Hlynsson Frjálsíþróttamaður HSÞ
Rúnar Ísleifsson Skákmaður HSÞ
Aðalbjörg Ívarsdóttir tekur við verðlaunum fyrir Gylfa Sigurðsson Skotmann HSÞ
Jón Helig Jóhannsson tekur við veðlaunum Thelmu Daggar Tómasdóttur sem var valin Íþróttamaður HSÞ 2016
Allir verðlaunahafa HSÞ 2016

 

Héraðsmótið í skák U-16 ára fer fram á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 7. desember verður héraðsmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri, haldið í Seiglu – miðstöð sköpunar (áður Litlulaugaskóla) í Reykjadal. Mótið hefst kl 16:00 og tefldar verða 4-5 umferðir eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 10 mín á keppanda í hverri skák. Umferðafjöldinn ræðst þó af endanlegri þátttöku, en 16 keppendur tóku þátt í mótinu 2015.hsth1

Sérstök verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í þremur aldursflokkum og sigurvergarinn í hverjum flokki fær nafnbótina héraðsmeistari HSÞ í skák 2016.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum.

8 ára og yngri (1-3 bekkur)
9-12 ára (4-7 bekkur)
13-15 ára (8-10 bekkur)

Skráning í mótið fer fram hjá Hermanni í síma 4643187, 8213187 eða með tölvupósti á netfangið: Lyngbrekku@simnet.is.

Ókeypis verður í mótið. 

Í gær mánudag voru 11 keppendur þegar búnir að skrá sig til leiks í mótið, en mjög æskilegt að að keppendur skrái sig fyrir fram til leiks.

 

Baldvin Daði Ómarsson ráðinn framkvæmdastjóri HSÞ

Baldvin Daði Ómarsson hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri HSÞ frá 1. nóvember. Baldvin Daði er nýr á sviði íþróttahreyfingarinnar og hefur notað fyrstu vikurnar í að kynna sér starfsemi og sögu HSÞ, auk þess að flytja aðsetur skrifstofu HSÞ í nýja skrifstofu í Seiglu – miðstöð sköpunar á Laugum.

baldvin-dadi-omarsson
Baldvin Daði Ómarsson

Baldvin Daði hefur lokið námi af verk & raunvísindadeild Keilis, auk þess stundaði hann nám í Hátækniverkfræði við Háskólann í Reykjavík.

Baldvin hefur sinnt hinum ýmsu störfum í gegnum tíðina, en hann starfaði ma. sem sundlaugarvörður við sundlaugina á Laugum sl. tvö sumur

 

 

Ákveðið var að breyta um húsnæði á Húsavík í vor, en með uppsögn fráfarandi framkvæmdastjóra var ákveðið að bíða átekta með að finna nýtt húsnæði þar til ljóst yrði hvar á starfssvæði HSÞ nýr framkvæmdastjóri hefði aðsetur. Þar sem Baldvin Daði er búsettur á Akureyri og keyrir á milli, taldi hann heppilegast að starfa á Laugum, þar sem hann á fjölskyldu tengsl.

Baldvin Daði hefur þegar hafið störf á nýju skrifstofunni. Skrifstofa HSÞ verður opin á þriðjudögum og föstudögum frá kl 9:00-15:00 báða daganna.

Stjórn HSÞ býður Baldvin velkominn til starfa.

Stjórn HSÞ þakkar Elínu S. Harðardóttur fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir vel unnin störf síðastliðinn 5 ár og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Íþróttir og hreyfing fyrir fullorðna

Halló! Allir fullorðnir! Íþróttanefnd fullorðinna félagsmanna (ÍFF) innan HSÞ hvetur eldri félaga og aðra fullorðna á öllum aldri, sem búa á héraðssvæði HSÞ, til að stunda reglulega hreyfingu. Þekkt staðreynd er að regluleg hreyfing og iðkun íþrótta hefur mjög góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu fólks. ÍFF hefur tekið saman lista yfir þá hreyfimöguleika sem eru í boði í þinni heimabyggð og hægt að finna sér hreyfingu við hæfi og áhuga.  Fyrir áhugasama um þátttöku á Landsmóti UMFÍ 50+ þá verður það haldið snemma sumars í Hveragerði 2017. Meira um það síðar.

HSÞHreyfing er gulls ígildi – aldrei of seint að byrja!

ÞÓRSHÖFN: íþr.miðstöð s: 468 1515, 897-0260

Í íþróttamiðstöð er líkamsrækt og sundlaug. Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!

Ræktin er opin virka daga milli kl. 08:00 – 20:00, en sundlaugin er opin kl. 16:00 – 20:00. Á laugardögum eru bæði ræktin og sundlaugin opin kl. 11:00 – 14:00.

Hópur eldri borgara koma saman í sal íþróttahússins á mán-mið-fös kl. 11:00 og stundagöngu eða aðra létta hreyfingu. Fara í sund á eftir. Hópurinn kalla sig „Gengið í skjóli“

Blakæfingar: í íþr.húsinu á mán. og miðv. kl. 18:30 fyrir konur á öllum aldri. Kalla sig „Álkur“. Þjálfari er Árni Sigurðsson. Áhugasamar hafi samband við Karen Rut í gsm: 897-5064

Badmintonæfingar: fyrir karla og konur á mán – mið.v. kl.17:00 – 18:00. Allir velkomnir!

Körfubolti : „bumbubolti“  á miðvikud. kl 20:00 – sem sagt fullorðnir koma saman til að spila körfubolta. Ýmsir hafa verið að mæta frá Þórshöfn, Kópaskeri og Vopnafirði. Allir velkomnir til að mæta! Bendum á fésbókarsíðuna; „Körfubolti Þórshöfn“.

RAUFARHÖFN:

Íþróttamiðstöð: Upplýsingar um onunartíma í síma 465-1144. Hægt að fara í vel útbúinn tækjasal og æfa sund í innisundlaug.

Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!

Hreyfihópur eldri borgara: góður hópur einstaklinga hafa tekið sig saman og stunda reglulega alls konar hreyfingu, m.a. útigöngu þegar viðrar vel – annars innigöngu og æfingar inni í íþr.húsi með hjálp sjúkraþjálfara. Alla virka daga kl. 12:45 – 13:30. Allir fullorðnir velkomnir!

KÓPASKER / Lundur:

Íþróttahúsið á Kopaskeri: upplýsingar um opnunartíma í síma 465-2180

Opið hús; 67 ára og eldri: í íþróttahúsinu á föstud. milli 10:00 – 12:00 og er m.a. farið í leikfimi undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Einnig er slík leikfimi í boði á miðv.d. í Stórumörk. Áhugasamir hafi samband við Hólmfríði Halldórsdóttur í s: 465-2157 eða 864-2157.

Blakæfingar: í Íþróttahúsinu 2x í viku í umsjón Björns Halldórssonar, s: 465-2217, 863-2217

Gönguferðir: Ferðafélagið Norðurslóð er mjög lifandi félagsskapur og býður upp á ýmsar gönguferðir – sjá nánar á fésbókarsíðu þeirra; „Ferðafélagið Norðurslóð“

Sundlaug og íþróttahús í Lundi: nánari upplýsingar í síma 465-2244

Leikfimi í íþróttasalnum: þrek og þol fyrir fullorðna 2x í viku á þri.d. og fim.d. kl. 20:00. Áhugasamir hafi samband við Magneu Dröfn s: 849-4033

HÚSAVÍK:

Íþróttahöllin:

Boccia Félags eldri borgara á mánud. kl. 12:00-16:30 og miðvid. kl.10-16

Blak Mánud. kl.19:30-22:00 miðvikud. kl.19:00-22:00

Metabolie Í umsón íþróttakennaranna Unnars Garðars og Áslaugar. Mánud. kl. 21:10 Þriðjud. kl.19:10. Miðv.d. kl. 06:10 og kl.12:00. Fös.d. kl. 6:10 og laugard. kl. 9:00

Zúmba í umsjón Jóhönnu Svövu. Þriðjud. og fimmtud. kl. 18:10

Sundlaug Húsavíkur: Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!

Opin alla virka daga 6:45-9:30 og 14:30-21:00. laug. og sunnud. kl 10:00-18:00.

Sundleikfimi í umsón Hrefnu Regínu, mánud og miðvikud. kl. 12:00-13:00 og þriðjud og fimmtud. kl. 20:45 -22:00

Töff heilsurækt:

Opið alla virka daga 06:00-20:00. laugard 09:00-14:00 og sunnudaga 10:00-14:00.

Miðhvammur:

Tækjasalur, umsjón Hrefna Regína sjúkraþjálfari. þriðjud og fimmtud kl.12:00-13:00.

Leikfimi í umsjón Björgu sjúkraþjálfara mánud. kl. 17:00

Leikfimi í umsjón Brynju sjúkraþjálfara fimmtu. kl. 17:00

Félagsvist á miðvikud. kl. 20:00

Snæland:

Opið hús. mánud, þriðjud og miðvikud kl. 13:00-16:00

Bridds fimmtud. kl. 13:00.

Íþróttavöllurinn: Gengið alla fimmtudaga kl. 10:00 f. 60+ og alla hina líka.

Hlaupahópurinn Skokki: Æfingar eru á mánud. kl.18:00 á Húsavíkurvelli, en mætt við sundlaugina á fimmtud. kl.18.00 og á laugard. kl.10:00.

Reykjaheiðin: Fínt að fara á gönguskíði þegar færi og veður leyfa.

Kundalini jóga 1x í viku í Hvalasafninu á miðv.d. kl. 17:30 – 19:30. Jógakennari er Huld Hafliðadóttir, gsm: 698-0489

LAUGAR:

Sundlaugin á Laugum er opin: Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!

má-fim 7:30-9:30. og 16:00 – 21:30. föst 7:30- 9:30. laug.14:00 -17:00

Stefnt er að því að sundleikfimi hefjist 23. nóv. n.k. Nánar auglýst síðar.

Íþróttahúsið á Laugum:

Tækjasalurinn er opinn á sama tíma og sundlaugin.

Ef áhugi er hjá fólki fyrir því að stunda göngu innandyra í íþróttahúsinu þegar viðrar illa þá er hið besta mál að hafa samband við Jóhönnu húsvörð í síma 8479832

Bogfimi fyrir fullorðna á þriðjud. kl. 19:30 – 21:30

Dalakofinn:

Bridds spilað á fim.d. kl. 20:30 – best að hafa mótspilarann með sér.

STÓRUTJARNIR:

Sundlaugin í Stórutjarnaskóla: Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!

Opin mánd kl. 19:00–21:00 og fimmt. 19:30-21:30.

Tækjasalur er opinn á sama tíma eða í samráði við húsvörð; Friðrik sími 8623825

Leikfimi fyrir alla – konur og karla: fram til 7. des.n.k. miðv.d. kl. 17:00 – 18:00

Opið hús fyrir 60+: Í boði er  boccia milli kl. 12:00 – 13:00. Næsta skipti er 6. des.og svo áfram eftir áramót.

MÝVATNSSVEIT – Íþróttahús: – nánari upplýsingar í s: 464-4225

Íþróttamiðstöð: líkamsræktarsalur útbúinn góðum tækjum / ATH – sundlaug lokuð eins og er.

Mánudaga – fimmtudaga frá 9:00 – 12:00 og 16:00 – 20:00
laugardaga frá 10:00 – 16:00. Föstudaga og sunnudaga lokað

Blak:

Byrjendablak – opinn tími; mánud. kl. 17:00 – 18:00.

Blakæfingar – opninn tími lau.d. kl. 12:15 – 14:00

Fótbolti:

Fótbolti fyrir 18 ára og eldri þriðjud. og fim.d. kl. 18:30 – 20:00.

Fótbolti fyrir fullorðna lau.d. kl. 12:15 – 14:00

Zúmba-dans: þriðjud. og fim.d. kl. 17:00 – 18:00

Jóga: miðvi.d. kl. 18:15 – 20:00

Fyrir 60+ : góð hreyfing og teygjur fim.d. kl. 11:50 – 12:30

GRENIVÍK:

Líkamsrækt í íþróttahúsinu: Ræktin er opin alla virka daga frá kl. 06:00-18:00. Hægt er að kaupa lykilkort til að komast í ræktina á öðrum tímum.

Sundlaugin er opin – líka í vetur!:

Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!

Mánud. – fim.d. kl. 15:00 – 18:00….. og laug.d. kl. 10:00 – 13:00.

Lokað á fös.d. og lau.d.

ATH – Fyrir eldri borgara, 67 ára og eldri, er ókeypis bæði í ræktina og í sund.

Ellan“ er hópur eldri borgara á Grenivík og nágrenni sem hittast 2x í viku í Grenilundi og eru oftast með góðar og léttar líkamsæfingar.

Formaður hópsins er Margrét Jóhannsdóttir í s: 463-3124