Bikarkeppni FRÍ á Laugum

Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri var haldin á Laugum í Reykjadal sunnudaginn 23. ágúst. Alls mættu 6 félög með 8 lið til keppni að þessu sinni og voru rúmlega 100 keppendur. A-lið ÍR og HSK/SELFOSS urðu jöfn í efsta sæti með 122,5 stig. Lið ÍR var með 7 sigurvegara en HSK/SELFOSS með 3 sigurvegara svo ÍR urðu bikarmeistarar. UFA/UMSE kom þar á eftir með 122 stig svo það var mjög jafnt á toppnum.

Keppendur í Bikarkeppni FRÍ efri röð Páll Vilberg Róbertsson, Unnar Þór Hlynsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Jón Alexander Artúrsson,Ragnhildur Halla Þórunnardóttir Neðri röð Erla Rós Ólafsdóttir, Katla María Kristjánsdóttir, Bjartey Unnur Stefánsdóttir, Arna Védís Bjarnadóttir, Jón Friðrik Benónýsson (Brói þjálfari). Á myndina vantar Benóný Arnórsson og Heimi Ara Heimisson
Keppendur í Bikarkeppni FRÍ
efri röð Páll Vilberg Róbertsson, Unnar Þór Hlynsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Jón Alexander Artúrsson,Ragnhildur Halla Þórunnardóttir
Neðri röð Erla Rós Ólafsdóttir, Katla María Kristjánsdóttir, Bjartey Unnur Stefánsdóttir, Arna Védís Bjarnadóttir, Jón Friðrik Benónýsson (Brói þjálfari). Á myndina vantar Benóný Arnórsson og Heimi Ara Heimisson

Í stúlknaflokki vann A-lið ÍR með 69,5 stig, HSK/SELFOSS var í 2. sæti með 61,5 og UFA/UMSE varð í 3.sæti með 54 stig.

Í karlaflokki var það UFA/UMSE sem sigraði með 68 stig, HSK/SELFOSS var í 2. sæti með 61 stig og HSÞ í 3. sæti með 54 stig.

3.sæti í bikarkeppni FRÍ Jón Alexander Artúrsson, Páll Vilberg Róbertsson, Eyþór Kári Ingólfsson Unnar Þór Hlynsson, Heimir Ari Heimisson fremstur er Benóný Arnórsson
3.sæti í bikarkeppni FRÍ
Jón Alexander Artúrsson, Páll Vilberg Róbertsson, Eyþór Kári Ingólfsson
Unnar Þór Hlynsson, Heimir Ari Heimisson
fremstur er Benóný Arnórsson

Stangarstökk kvenna var aukagrein á þessu móti þar sem þær Hulda Þorsteinsdottir úr ÍR, Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir frá UFA og Sveinborg Katla Daníelsdóttir úr UMSE voru að gera tilraun til að bæta sinn árangur.

Keppendur HSÞ stóðu sig mjög vel á þessu móti. Unnar Þór Hlynsson var í 2. sæti í 100m hlaupi. Eyþór Kári Ingólfsson var í 3.sæti í 100m grind og 2.sæti í hástökki. Páll Vilberg Róbertsson var í 2. sæti í kúluvarpi og 3. sæti í spjótkasti. Sveit HSÞ í 1000m boðhlaupi pilta var í 3. Sæti

Stúlknasveit HSÞ stóð sig með prýði, þær eru flestar nýbyrjaðar að æfa eða voru að keppa í fyrsta skipti í ákveðinni grein og má segja að miðað við það þá var árangur góður. Arna Védís Bjarnadóttir náði að bæta árangur sinn í hástökki.

HSÞ vill þakka öllum fyrir samveruna á Laugum og gott mót

Þriðjudaginn 25. ágúst var slútt hjá okkur í frjálsum. Að þessu sinni var farið í Ásbyrgi og nutum við góðrar stundar þar í góðu veðri og félagsskap. Áætlum við að um 70-80 manns hafi komið þar saman. Farið var í ýmsa leiki, s.s. ratleik, stígvélakast og aðra hópeflisleiki. Einnig fengum við hoppukastalaleigu Garðars til að koma með kastala til okkar og var mikil ánægja með það. Grillaðir voru hamborgarar og Brói þjálfari útnefndi þá einstaklinga sem voru stigahæstir í árangri eftir þetta tímabil. Arna Dröfn Sigurðardóttir var stigahæst stúlkna með 935 stig en næst á eftir henni var Erla Rós Ólafsdóttir með 934 svo það munaði mjög litlu á þeim. Páll Vilberg Róbertsson var stigahæstur drengja með slétt 1000 stig en á eftir honum var Jón Alexander Artúrsson með 923 stig. Eftir mikið hamborgaraát, leiki og sprell var haldið heim á leið og hefst nýtt æfingatímabil í frjálsum á Laugum í október en á Húsavík í september. Verið er að skoða með æfingar og þjálfaramál í Norðursýslunni.

Arna Dröfn Sigurðardóttir stigahæst stúlkna
Arna Dröfn Sigurðardóttir stigahæst stúlkna
stigahæsti einstaklingur drengja Páll Vilberg Róbertsson
stigahæsti einstaklingur drengja
Páll Vilberg Róbertsson