Home Events Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar m.a með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.

Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

Umsóknarfrestir eru tveir á ári, 1. apríl og 1. október. Úthlutun fer fram sem næst 1. maí og 1. nóvember.

Smellið hér til að komast á umsóknarformið

  • 00

    days

  • 00

    hours

  • 00

    minutes

  • 00

    seconds

Héraðssamband Þingeyinga | Litlulaugaskóla | 650 Laugar
s. 896-3107 | hsth@hsth.is | kt. 580408-1330

Privacy Preference Center