Elísabet með gull í 600m

This image has an empty alt attribute; its file name is image-e1550051594288-325x400.png

Meistaramótum Íslands innanhúss í frjálsum í aldursflokkum 11-14 ára og 15-22 ára er nú lokið þetta tímabilið. HSÞ átti alls 6 fulltrúa á þessum mótum sem áttu alla jafna góða daga með persónulegum bætingum. Meðal helstu afreka að þessu sinni má nefna 2. sæti hjá Halldóri Tuma Ólasyni í langstökki 18-19 ára drengja en þar jafnaði hann sinn besta árangur með stökki upp á 6,33m og var aðeins 2 cm frá gullinu. Þá náði Elísabet Ingvarsdóttir 3. sæti í 60m hlaupi 11 ára stúlkna en hún hljóp á 9,53s best. Toppurinn var þó líklega gullverðlaun Elísabetar í 600m hlaup 11 ára stúlkna en hún vann hlaupið með yfirburðum á persónulegu meti 2:04,71 mín.

Öll úrslit mótsins má finna á mótaforriti FRÍ http://thor.fri.is

Fréttir úr frjálsum

Stórmót ÍR í frálsíþróttum fór fram í Reykjavík um nýliðna helgi. Þetta hefur gjarnan verið það mót innanhúss sem Frjálsíþróttaráð HSÞ hefur stefnt á með sem mestri þátttöku. Þó svo að hópurinn í ár væri líklega eitthvað minni en áður náðist engu að síður flottur árangur og fjölmargar bætingar komu í hús eða alls 15 talsins, auk þeirra meta sem nokkrir settu í frumraun sinni í sínum greinum. Fjórum sinnum áttum við fólk á palli, Elísabet Ingvarsdóttir átti flott hlaup í 600m hlaupi 11 ára stúlkna og uppskar gullverðlaun fyrir vikið, Hlynur Aðalsteinsson tók brons í bæði 1500m og 3000m hlaupum og Þórhallur Arnórsson nældi sér í brons með yfir 7m kasti í kúluvarpi. Á Stórmóti ÍR hefur lengi verið sú skemmtilega hefð að veita einnig viðurkenningu til þeirra sem eiga mestu bætinguna í hverri grein í hverjum flokki – og þá viðurkenningu fengu HSÞ-krakkarnir a.m.k. 4 sinnum. Frábært mót með flottum krökkum. Öll úrslit mótsins má nálgast á mótaforriti FRÍ thor.fri.is

Sumarleikar Frjálsíþróttaráðs HSÞ 2016

Sumarleikar Frjálsíþróttaráðs HSÞ fóru fram á Laugavelli 2.-3. júlí síðastliðinn.  Þrátt fyrir mikla bleytuspá þá sluppum við ótrúlega vel þessa daga en hitastigið hefði mátt vera hærra. Um 120 keppendur voru skráðir frá 5 félögum og þar af átti HSÞ 53 keppendur. Það var virkilega gaman að sjá hvað það voru margir keppendur frá okkur í flokknum 9 ára og yngri og þau stóðu sig öll mjög vel. Það má því segja að það sé bjart framundan í frjálsum íþróttum hjá HSÞ.

Hluti af 9 ára og yngri keppendum að taka við þátttökupening
Hluti af 9 ára og yngri keppendum að taka við þátttökupening

Mótsstjórn var í höndum Gunnhildar Hinriksdóttur og þulur var Arnór Benónýsson. Alls voru 47 persónulegar bætingar hjá okkar fólki og keppendur fóru alls 65 sinnum á verðlaunapall, allir 9 ára og yngri fengu þátttökupening. Helsti árangur keppenda frá HSÞ var:

Piltar 9 ára og yngri

Daníel Róbert Magnússon varð í 2.sæti í 60m, 400m og langstökki

Viktor Breki Hjartarson varð í 3.sæti í 60m, 400m og langstökki og í 1.sæti í boltakasti

Piltar 10-11 ára

Jakob Héðinn Róbertsson varð í 1.sæti í 60m, 600m, hástökki og langstökki og 2.sæti í kúluvarpi

Hafþór Freyr Höskuldsson varð í 2.sæti í 60m, 600m, hástökki, langstökki og spjótkasti og í 3.sæti í kúluvarpi

Teitur Ari Sigurðarson varð í 1.sæti í kúluvarpi og spjótkasti og 3.sæti í 60m

Tómas Ari varð í 3.sæti í 600m og langstökki

Piltar 12-13 ára

Ari Ingólfsson varð í 1.sæti í kúluvarpi, 2.sæti í spjótkasi og 3.sæti í 60m, 60m grind og hástökki

Bergþór Snær Birkisson varð í 3.sæti í 400m

Hlynur Andri Friðriksson varð í 3.sæti í kúluvarpi

Piltar 14-15 ára

Heimir Ari Heimisson varð í 2.sæti í 80m grind, 3.sæti í langstökki og hástökki

Jón Alexander H. Artúrsson varð í 2.sæti í kúluvarpi

Halldór Tumi Ólason varð í 2.sæti í spjótkasti

Hilmir Smári Kristinsson varð í 3.sæti í 800m

Benóný Arnórsson varð í 3.sæti í 100m

Piltar 16-17 ára

Eyþór Kári Ingólfsson varð í 1.sæti í hástökki, 2.sæti í langstökki, kúluvarpi og spjótkasti, 3.sæti í 100m og 200m

Unnar Þór Hlynsson varð í 1.sæti í 400m,100m og langstökki, 2.sæti í 200m

Hlynur Aðalsteinsson varð í 1.sæti í 800m og 1500m

Piltar 20-22 ára

Snæþór Aðalsteinsson varð í 1.sæti í 400m og 1500m, 2.sæti í 800m

Stúlkur 9 ára og yngri

Tinna Dögg Garðarsdóttir varð í 3.sæti í 60m, 400m og boltakasti

Íris Alma Kristjánsdóttir varð í 2.sæti í boltakasti og 3.sæti í langstökki

Stúlkur 10-11 ára

Tanía Sól Hjartardóttir varð í 1.sæti í 60m og kúluvarpi, 2.sæti í langstökki

Katrín Rúnarsdóttir varð í 2.sæti í 600m og kúluvarpi

Edda Hrönn Hallgrímsdóttir varð í 3.sæti í 60m og langstökki

Íshildur Rún Haraldsdóttir varð í 3.sæti í 600m

Stúlkur 12-13 ára

Erla Rós Ólafsdóttir varð í 1.sæti í spjótkasti og 3.sæti í kúluvarpi

Auður Friðrika Arngrímsdóttir varð í 3.sæti í 400m og langstökki

Stúlkur 14-15 ára

Unnur Jónasdóttir varð í 3.sæti í 400m

Stúlkur 16-17 ára

Jana Valborg Bjarnadóttir varð í 1.sæti í 100m, langstökki og kúluvarpi

Ragnhildur Halla Þórunnardóttir varð í 2.sæti í langstökki og kúluvarpi

Stúlkur 18-19 ára

Arna Dröfn Sigurðardóttir varð í 2.sæti í hástökki og í 3.sæti í 100m hlaupi kvenna

HSÞ átti 6 boðhlaupssveitir á verðlaunapalli og eina blandaða HSÞ/UFA

Frjálsíþróttaráð þakkar öllum fyrir komuna á Sumarleikana, starfsfólki fyrir vel unnin störf og velunnurum fyrir stuðninginn.

 

 

Frjálsíþróttaskóli frjálsíþróttaráðs HSÞ

Dagana 13.-16. júní stóð frjálsíþróttaráð HSÞ fyrir frjálsíþróttaskóla á Laugum.  Metþátttaka var í ár en alls voru 26 krakkar í skólanum frá aldrinum 10 – 16 ára. Skólinn hófst um hádegi á mánudeginum og var fyrsta æfingin kl. 13.  Brói þjálfari var aðalþjálfarinn okkar en við fengum þó nokkra mjög góða með honum en það voru Eyþór og Bjargey frá Úlfsbæ,  Hjörvar og svo var Selmdís með á þriðjudags- og fimmtudagskvöldæfingunum.  Ákveðið var að hafa 2 æfingar á mánudeginum þar sem skólinn náði aðeins yfir 4 daga en ekki 5.  Milli æfinga komu krakkarnir sér fyrir, slöppuðu af eða fundu sér eitthvað annað til dundurs. Eftir seinni æfinguna var matur og sund.

Frjálsíþróttaskólinn 2016

Á þriðjudeginum var æfing frá kl. 10-12 og eftir það var sund og svo fengu krakkarnir bogfimikennslu og stóðu þau sig öll mjög vel og höfðu gaman af.  Seinni æfingin var svo kl. 19-21 en það er venjulegur æfingatími hja okkur þessa daga.  2 æfingar voru á miðvikudeginum og var seinni æfingin með fyrra fallinu þar sem við vorum með kósýkvöld um kvöldið. Pöntuð var pizza frá Dalakofanum og svo var farið upp í Þróttó og horft á mynd.

Síðasti dagurinn rann upp og reyndum við að hafa hann aðeins öðruvísi en hina dagana. Eftir æfingu og sund ákváðu Malla og Hulda að vera með óvænta stöðvavinnu fyrir krakkana þar sem þau þurftu að leysa 6 þrautir. Það voru tiltekt, pílukast, jurtagreining, listaverkagerð, textasmíði og pönnukökubakstur. Ekki er hægt að segja annað en að þau hafi komið okkur verulega á óvart í pönnukökubakstrinum en allir hóparnir rúlluðu þessu verkefni upp, eins og reyndar flestum af þeim. Eftir þetta voru grillaðir hamborgarar og Brói sleit svo skólanum með því að afhenda þeim viðurkenningarskjöl og svo fengu allir gefins HSÞ sokka frá frjálsíþróttaráði. Skólinn endaði svo á sameiginlegri æfingu.

Við vorum einstaklega heppin með veður þessa daga en því miður var mývargurinn aðeins of ágengur og fengu krakkarnir lítinn frið fyrir honum á æfingum.

Við í frjálsíþróttaráði viljum þakka öllu því frábæra fólki sem aðstoðaði okkur við að gera þennan skóla að veruleika. Sérstakar þakkir fá íbúar á Laugum fyrir aðstoð og liðlegheit við okkur. Við þökkum foreldrum fyrir bakstur og aðstoð í skólanum. Fjallalamb, Samkaup/Úrval, MS, Dalakofinn, Narfastaðir, Heimamenn og Heimabakarí fá miklar þakkir fyrir veittan stuðning.

Myndir og fréttir af starfinu okkar er hægt að finna inn á facebook.com/frjálsíþróttaráð HSÞ

Fréttir af meistaramóti Íslands

Frjálsíþróttaráð HSÞ átti fjóra keppendur á Meistaramóti Íslands sem fram sl. helgi.  Það voru þau Dagbjört Ingvarsdóttir, Unnar Þór Hlynsson, Hilmir Smári Kristinsson og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.

Dagbjört á palli
Dagbjört á palli

Keppendur okkar voru í miklu stuði og voru dugleg að bæta sinn persónulega árangur.  Áslaug Munda bætti sinn árangur í 5 af 6 greinum sem hún keppti í,

Hilmir, Áslaug og Unnar
Hilmir, Áslaug og Unnar

Hilmir Smári bætti sig í 3 greinum af 5 og Unnar bætti sig í 1 grein af þremur.  Að auki varð Dagbjört í 2. sæti í langstökki í flokki 20-22 ára stúlkna og Hilmir Smári varð þriðji í kúluvarpi 15 ára pilta.  Alls fengu keppendur okkar 15 stig en 6 efstu sætin gefa stig.

Hilmir á palli
Hilmir á palli

Helgina 20.-21. febrúar fór fram Meistaramót Íslands.  Þar keppti Snæþór Aðalsteinsson í 3000 m. hlaupi og varð í 3. sæti.

Snæþór