Ársþing HSÞ fer fram 13. mars – Munið að skila ársskýrslunum

Ársþing HSÞ verður haldið sunnudaginn 13. mars 2016 í Miðhvammi á Húsavík og byrjar stundvíslega kl. 10:00. Rétt til setu á þinginu eiga 75 fulltrúar frá 23 virkum aðildarfélögum HSÞ.

HSÞ

 

Á þinginu verður val á íþróttamanni HSÞ fyrir árið 2016 kunngjört og  valdir verða íþóttamenn ársins 2016 í hinum ýmsu íþróttagreinum sem stundaðar eru á félagssvæði HSÞ. Einnig verða hvatningarverðlaun veitt í fyrsta skipti fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk.

Fulltrúar frá UMFÍ og ÍSÍ muna ávarpa þingið og heiðra nokkra einstaklinga fyrir vel unnin störf fyrir HSÞ í gegnum tíðina.

Aðaildarfélög HSÞ eru minnt á það að mæting á ársþing HSÞ er lykillinn að því að aðildarfélag fái greiðslur af lottótekjum HSÞ – skv. samþykktum lottóreglum HSÞ.

Aðildarfélög eru einnig minnt á það að skila inn ársskýrslu í síðasta lagi nk. sunnudag 28. febrúar á netfangið hsth@hsth.is

Dagskrá ársþings 2016

 

„HEI, ÞÚ!  – langar þig að vera FÉLAGSMÁLATRÖLL ?“

Héraðssamband Þingeyinga býður þér að koma á HSÞfélagsmálanámskeið.  Farið er yfir ýmsa þætti er tengjast félagsmálum, ræðumennsku og fundasköpum.

Námskeiðshaldari er Sabína Halldórsdóttir, starfsmaður hjá UMFÍ.

Námskeiðið er haldið á tveimur stöðum á okkar héraðssvæði, er UMFê_merkiaðeins í tvo tíma, er ókeypis og boðið upp á léttar veitingar.

Hvetjum sérstaklega ungt fólk til þess að grípa tækifærið!

Staður – dagsetning – tími:

Skjálftasetrið á Kópaskeri   –   mánud. 5. okt.  kl. 17:00

Framhaldsskólinn á Laugum   –   þriðjud. 6. okt.  kl. 15:30

Skráning:   hjá Elínu, framkv.stj. HSÞ, á netfangið;   hsth@hsth.is

Ársþing HSÞ – Kristbjörn íþróttamaður ársins – Aníta nýr formaður

Aníta Karin Guttesen Eflingu, var kjörinn nýr formaður HSÞ á ársþingi HSÞ sem fram fór í Skúlagarði sl. sunnuag. Aníta tekur við af Jóhönnu Kristjánssdóttur sem verið hefur formaður sl. 5 ár. 50 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum HSÞ sátu þingið, auk gesta.  Kristbjörn Óskarsson Bocciamaður var kjörinn íþróttamaður HSÞ árið 2014.

Kristbjörn Óskarsson íþróttamaður HSÞ
Kristbjörn Óskarsson íþróttamaður HSÞ

Fjölmargar tillögur lágu fyrir þinginu og voru þær allar samþykktar. Margar þeirra breyttust talsvert í meðferð nefnda og þingheims.
ÍSÍ veitti tvær heiðursviðurkenningar á þinginu, Silfurmerki ÍSÍ fékk Torfhildur Guðrún Sigurðardóttir fyrir ötult starf til fjölmargra ára í þágu íþrótta og heilsu og Gullmerki ÍSÍ hlaut fráfarandi formaður, Jóhanna S. Kristjánsdóttir. Magnús Þorvaldsson, Jóhanna Kristjánsdóttir og Jón Þ Óskarsson voru sæmd starfsmerki UMFÍ. Íþróttafólk ársins 2014, úr hinum ýmsu greinum sem stundaðar eru innan HSÞ, voru einnig verðlaunuð á ársþinginu.

Íþróttamenn HSÞ 2014 eru.

Kristbjörn Óskarsson Bocciamaður HSÞ
Kristján Arnarson Skotfimimaður HSÞ
Tómas Gunnarsson Bogfimimaður HSÞ
Viðar Njáll Hákonarson Skákmaður HSÞ
Sif Heiðarsdóttir Sundmaður HSÞ
Dagbjört Ingvarsdóttir Frjálsíþróttamaður HSÞ
Einar Eyþórsson Glímumaður HSÞ
Berglind Kristjánsdóttir Knattspyrnumaður HSÞ

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá ársþinginu

2010-12-16 19.45.31
Jóhanna Kristjánsdóttir Geisla fráfarandi formaður HSÞ og Aníta Karin Guttesen Eflingu nýr formaður HSÞ

 

2010-12-16 17.17.15
Íþróttafólk HSÞ árið 2014
2010-12-16 15.25.41
Jóhanna Kristjánsdóttir Geisla var sæmd gullmerki ÍSÍ. Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ sæmdi Jóhönnu því. Jóhanna var einnig sæmd starfsmerki UMFÍ
2010-12-16 15.23.35
Torfhildur Sigurðardóttir Bjarma var sæmd starfsmerki ÍSÍ
2010-12-16 15.06.42
Magnús Þorvaldsson Völsungi var sæmdur starfsmekri UMFÍ. Kristján Þór Magnússon sonur Magnúsar tók við því fyrir hönd föður síns.
2010-12-16 15.03.39
Séð yfir salinn í Skúlagarði
2010-12-16 19.41.42
Ný kjörin formaður HSÞ, Aníta Karin Guttesen Eflingu, sleit þinginu.