Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi

Helgina 26. – 28. júní n.k. verður 5. Landsmót UMFÍ 50+ haldið á Blönduósi. Eins og þið eflaust vitið þá er þetta mót skemmtileg blanda af íþróttagreinum og skemmtilegheitum fyrir 50 ára og eldri.

Blöndós 2015

Endilega hvetjið ykkar fullorðnu félaga til þess að skella sér á þetta mót. Í ár er ekkert utanumhald af hálfu HSÞ, en í bígerð er að finna fólk í nefnd sem etv. mun sjá um það á næstu árum.

Þátttökugjald er 3500,- kr óháð fjölda greina sem viðkomandi keppir í. Innifalið í gjaldinu er frítt á tjaldsvæði og alla viðburði sem tengjast mótinu. Skráning á mótið er hafin hér

Keppnisgreinar verða: boccia, dráttarvélaakstur, bridds, frjálsar íþróttir, hestaíþróttir, júdó, línudans, pútt, golf, pönnukökubakstur, ringó, skák, skotfimi, starfshlaup, stígvélakast og sund

Sjá nánar á : www.umfi.is

Landsmótið heppnaðist vel í alla staði

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Formaður UMFÍ, sleit Landsmóti 50+ með formlegum hætti í íþróttahöllinni á Húsavík í dag. Helga Guðrún var virkilega ánægð og þakklát eftir Landsmótið sem heppnaðist vel í alla staði. Veðurfarið var hagstætt og keppendur og áhorfendur skemmtu sér vel á mótinu.

Gestir við setningaathöfnina

HSÞ vann til flestra verðlauna á mótinu, en Þingeyingar unnu alls 13 gull, 16 silfur og 7 brons (óstaðfestar tölur).

Á vef UMFÍ má sjá myndir og úrslit úr öllum keppnisgreinum.

Hér fyrir neðan má skoða viðtöl sem Rafnar Orri tók um helgina.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ

Aðalsteinn Árni Baldursson

Stígvélakastið

Fyrstu Íslandsmeistararnir í stígvélakasti Þingeyskir

Þingeyingarnir Aðalheiður Kjartansdóttir og Jón Ingi Guðmundsson urðu í dag fyrstu Íslandmeistarar í Stígvélakasti á Landsmóti 50+ sem stendur núna yfir á Húsavík. Jón Ingi kastaði 27,5 metra í karlaflokki og Aðalheiður Kjartansdóttir kastaði 18,91 metra.

10371164_10152285876868003_6070112742776323792_o
Aðalheiður Kjartansdóttirmeð gullið.

Reinhard Reynisson HSÞ varð annar í karla flokki með kasti uppá 26,22 metra og Karl Lúðvíksson UMSS þriðji með 23,86 m.

Sjá má öll úrslit úr mótinu hér

Setningarathöfn Landsmóts UMFÍ 50+

Í gærkvöld var formleg setning á Landsmóti 50+ á Húsavík við höfnina þar sem haldin voru skemmtileg ræðuhöld, lifandi tónlist í boði og frábær Marimba hópur kom fram undir stjórn Guðna Braga og einnig voru Hafliði Jósteins og Frímann með skemmtilega tóna. Fáni UMFÍ var dreginn að húni. Góð mæting var á setninguna og virtust keppendur og heimamenn ná vel saman í dansi og söng fyrir framan hvalasafnið í gærkvöld.

Hátíðarfáni UMFÍ

Hjálmar Bogi Hafliðason var kynnir, Bergur Elías Ágústsson, Sveitastjóri Norðurþings, Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ og Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, héldu ræður með hvatningu fyrir keppendur. Meðfylgjandi myndir voru teknar við setningarathöfnina.

Marimbahópurinn úr Hafralækjarskóla spilaði nokkur lög

UMFÍ fáninn dreginn að húni

Gestir við setningaathöfnina

4. Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík um helgina

Um helgina, dagana 20.-22. júní, fer fram 4. Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík. Mótin hafa verið haldin á hverju ári frá 2011 á Hvammstanga, Mosfellsbæ og Vík í Mýrdal í fyrrasumar. Mikill hugur er í framkvæmdaaðilum í Þingeyjarsýslu og hefur undirbúningur fyrir mótið gengið samkvæmt áætlun. Skráningar fyrir mótið hafa gengið vel en skráningu lýkur í kvöld. Allir eru velkomnir á setningu mótsins sem verður á föstudagskvöldið klukkan 20. Sjálf keppni mótsins hefst klukkan 13 á föstudag og lýkur kl. 14 á sunnudag.

Landsmót 50+ netborði

Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) er mótshaldari að Landsmóti UMFÍ 50+ þetta árið. HSÞ hefur áður haldið Landsmót en það var árið 1987 og hefur því reynslu að því að halda Landsmót. Mótið fer að mestu fram á Húsavík en aðstaðan á Húsavík er nokkuð góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Stórt íþróttahús er á staðnum en þar munu fara fram fjölmargar keppnisgreinar. Frjálsíþróttavöllurinn er ekki langt frá íþróttahúsinu sem er með malarbraut.

Góður fótboltavöllur er á frjálsíþróttavellinum en þar fyrir ofan eru nýir gervigrasvellir. Glæsilegur 9 holu golfvöllur er rétt fyrir utan Húsavík. Einnig eru góð skólahúsnæði sem notuð verða um helgina fyrir keppnisgreinar sem eru um tuttugu talsins.