Unglingalandsmót í Borgarnesi – Upplýsingnar fyrir keppendur

Kæru Þingeyingar. Við hjá HSÞ viljum vekja athygli ykkar á Unglingalandsmóti UMFÍ sem er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega um verslunarmannahelgina. Í ár verður mótið haldið í Borganesi dagana 28. – 31. júlí þar sem er góð keppnisaðstaða fyrir allar greinar og boðið uppá skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Í ár bjóðum við krakka fædda árið 2005 og fjölskyldur þeirra sérstaklega velkomin að slást með í för.

Facebook - borði

Keppnisrétt hafa allir á aldrinum 11 – 18 ára en einnig eru í boði ýmis verkefni fyrir 10 ára og yngri. Mótsgjald fyrir keppendur HSÞ er niðurgreitt af héraðssambandinu og er því aðeins kr. 4.000.- og geta keppendur keppt í eins mörgum greinum og þeir vilja. Keppnisgreinar í ár eru 14 talsins, sjá nánar á www.ulm.is. Skráningafrestur er til 23. júlí.

HSÞ verður með veislutjaldið sitt á tjaldsvæði HSÞ og verður þar heitt á könnunni og bakkelsi sem foreldrar koma með í púkkið. Þar verða afhent mótsgögn og ýmsar upplýsingar sem tengjast mótinu. Á föstudagskvöldinu fer fram skrúðganga og fá keppendur í ár ennisbönd merkt HSÞ og nafni sínu.

Til að auðvelda utanumhald um áprentun bandanna eru foreldrar hvattir til að ganga frá skráningu sem fyrst eða fyrir 18. júlí sé þess nokkur kostur.

Ennisböndin eru gefin af Ferðaþjónustunni Narfastöðum, Dalakofanum, Framsýn, Landsbankanum, Langanesbyggð, BJ vinnuvélum, Ísfélaginu og Skóbúð Húsavíkur.

Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna í síma: 896-3107 eða á netfanginu hsth@hsth.is.
Unglingalandsmótsnefnd HSÞ

Fréttir af þátttöku HSÞ á 18. Unglingalandsmóti UMFÍ haldið á Akureyri

Þátttaka HSÞ á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina er löngu orðinn fastur liður hjá mörgum þingeyskum fjölskyldum sumar hvert. Í ár tóku alls 68 keppendur þátt fyrir hönd HSÞ á 18. Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina. Mótið var afar stórt en hægt var að skrá sig til keppni í 29 greinum. Keppendur HSÞ reyndu fyrir sér í hinum ýmsu greinum og er ljóst að Þingeyingar eiga kraftmikil ungmenni sem víla ekki fyrir sér að prófa greinar sem það hefur jafnvel ekki þreytt sig áður í.

Frá setningarathöfninni. Keppendum HSÞ ganga inn á völlinn.

Frá setningarathöfninni. Keppendum HSÞ ganga inn á völlinn.

Auk hinna hefðbundinna greina eins og knattspyrna, frjálsar, sund, golf, skák og körfubolti tóku krakkarnir t.a.m. þátt í strandblaki, badminton, tölvuleik, stafsetningu, upplestri, glímu, boccia, pílukasti, borðtennis, bogfimi og parkour. Skemmst er frá því að segja að krakkarnir stóðu sig öll með prýði og voru til fyrirmyndar hvarvetna innan sem utan vallar. Árangurinn lét heldur ekki á sig standa og uppskárum við 3 Unglingalandsmótsmeistara, en það voru þau Erla Rós Ólafsdóttir í spjótkasti, Jónína Freyja Jónsdóttir í upplestri og Jóhannes Tómasson í bogfimi.

Veðrið var ágætt miðað við hvernig hefur viðrað í sumar, og vorum við afar þakklát fyrir að ekki rigndi og blés mikið á okkur. HSÞ tjaldið var á sínum stað á úthlutuðu tjaldsvæði fyrir félögin og myndaði miðju tjaldbúða félagsins. Það hefur reyndar oft áður náðst upp meiri stemning í tjaldbúðunum og má velta því upp hvort við höfum verið of nærri heimahögunum í ár. Eins heyrðist líka það sjónarmið að Unglingalandsmótin ættu betur heima í minni bæjarfélögum því mótið dreifðist svo víða um bæinn og erfiðara væri að fylgjast með. Það er nú bara svo að það sýnist alltaf sitt hverjum í svona málum, en þegar á heildina er litið gekk keppendum okkar vel og mótið var prýðileg skemmtun fyrir alla, ekki síst þau yngri sem fylgdu systkinum sínum.

Erla Rós Ólafsdóttir vann spjótkast 12 ára stelpna.

Erla Rós Ólafsdóttir vann spjótkast 12 ára stelpna.

Í frjálsum íþróttum voru alls 29 keppendur frá HSÞ.  Mörg þeirra voru að keppa á sínu fyrsta frjálsíþróttamóti.  Í hlut HSÞ kom einn unglingalandsmótsmeistari, en það var hún Erla Rós Ólafsdóttir sem vann spjótkast 12 ára stelpna.  Kastaði 28,38 m.  Natalía Sól Jóhannsdóttir varð í öðru sæti í kúluvarpi 12 ára stelpna með kast upp á 9,24 m. Heimir Ari Heimisson náði 3. sæti í hástökki, stökk 1,48 m í flokki 13 ára pilta.  Eyþór Kári Ingólfsson varð einnig þriðji í hástökki í flokki 15 ára pilta, stökk 1,67 m.  Erla, Natalía, Heimir og Eyþór bættu öll sinn persónulega árangur í þessum greinum.  Alls voru persónulegar bætingar hjá keppendum HSÞ 17 talsins.

Að auki átti HSÞ 2 boðhlaupssveitir á palli.  Silfur sveit í flokki 15 ára pilta.  Í boðhlaupssveitinni voru Unnar Þór Hlynsson, Eyþór Kári Ingólfsson,  Benóný Arnórsson og Hilmir Smári Kristinsson.  Boðhlaupssveit stráka 13 ára náði í brons og þar hlupu, Guðni Páll Jóhannesson, Heimir Ari Heimisson, Jósavin H. Arason og Jón Alexander Athúrsson.

Unglingalandsmótsnefnd HSÞ og frjálsíþróttaráð HSÞ

Lið HSÞ í bogfimi, Jóhannes Tómasson Unglingalandsmótsmeistari í bogfimi, Ásgeir Unnsteinsson 2. sæti, Tístram Karlsson 3. sæti.

Lið HSÞ í bogfimi, Jóhannes Tómasson Unglingalandsmótsmeistari í bogfimi, Ásgeir Unnsteinsson 2. sæti, Tístram Karlsson 3. sæti.

Jónína Freyja Jónsdóttir, varð Unglingalandsmótsmeistari í upplestri.

Jónína Freyja Jónsdóttir, varð Unglingalandsmótsmeistari í upplestri.

 

Unglingalandsmótið hafið – Fjögur verðlaun í bogfimi

Keppendur frá HSÞ á unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Sauðárkrók, unnu til ferna verðlauna af sex í bogfimi í dag. Ásgeir Ingi Unnsteinsson varð unglingalandsmótsmeistari í eldri flokki, Jóhannes Friðrik Tómasson fékk silfur og Guðný Jónsdóttir brons. Pétur Smári Víðisson vann svo til bronsverðlauna í yngri flokki.

Bogfimi umfí
Verðlaunahafar. Pétur, Guðný, Ásgeir og Jóhannes bláklædd. Mynd: Unnsteinn Ing.

 

 

Skráning hafin á 17. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki

Skráning er hafin á 17. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki. Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 27. júlí.

Skráning á Unglingalandsmót
Smella á myndina til að skrá sig til leiks

Fleiri keppnisgreinar verða á mótinu á Sauðárkróki en nokkru sinni fyrr. Auk hefðbundinna greina eins og fótbolta, körfubolta, frjálsíþrótta, sunds og glímu verða nokkrar nýjar greinar. Má þar nefna bogfimi, siglingar og tölvuleiki. Auk þess verður keppt í motocrossi, dansi, golfi, hestaíþróttum, skák, stafsetningu, upplestri og strandblaki. Fatlaðir einstaklingar munu keppa í frjálsum og sundi.

Afþreyingardagskrá Unglingalandsmótsins er metnaðarfull. Í boði er m.a. þrautarbraut fyrir alla aldurshópa, útibíó, leiktæki og andlitsmálun fyrir yngstu kynslóðina. Þrjár smiðjur verða starfræktar, en það eru söngsmiðja, myndlistarsmiðja og leiklistarsmiðja. Gönguferðir verða um bæinn og nágrenni Sauðárkróks, júdókynning, knattþrautir KSÍ, tennisleiðsögn og kynning á parkour, sumbafitness, markaðstorg, popping-kennsla og opið golfmót.

Á hverju kvöldi verða glæsilegar kvöldvökur þar sem margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum koma fram. Má þar nefna Jón Jónsson, Sverri Bergmann, Þórunni Antoníu, Friðrik Dór, Úlf Úlf og Magna Ásgeirsson.

Skrá sig hér