Viðburðir

ágú
27
Þri
Vinnustofa- Hvernig hjálpa ég barninu mínu að blómstra í íþróttum? @ Háskólinn í Reykjavík
ágú 27 @ 20:00 – 22:00

Þriðjudaginn 27. ágúst verður haldin vinnustofa í Háskólanum í Reykjavík í umsjón Chris Harwood sem er prófessor í íþróttasálfræði við háskólann í Loughborough. Yfirskrift vinnustofunnar er Hvernig hjálpa ég barninu mínu að blómstra í íþróttum? og er ætluð fyrir foreldra barna og unglinga. Umfjöllunarefnið er m.a. hvernig er hægt að hafa jákvæði áhrif á sálfræðilega og félagslega hæfni barna og unglinga í íþróttum.

Hvar: 27. ágúst kl. 20-22 í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík.

Ekki verður streymt frá þessum viðburði þar sem um vinnustofu er að ræða. Frítt er inn á vinnustofuna, engin skráning og allir velkomnir.

Hér er tengill á facebook viðburðinn  https://www.facebook.com/events/2344832415778658/

 

sep
4
Mið
Göngum í skólann
sep 4 – okt 2 all-day

Verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) verður sett í þrettánda sinn miðvikudaginn 4. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Á heimasíðu Göngum í skólann www.gongumiskolann.is eru allar nánari upplýsingar um verkefnið en þar má m.a. finna skemmtilegar útfærslur nokkurra skóla á Íslandi á verkefninu. Einnig er hægt að hafa samband við undirritaða.

Með kveðju, fyrir hönd Göngum í skólann verkefnisins

sep
10
Þri
Aksturssjóður – umsóknir v/aksturs á sumaræfingar
sep 10 all-day

Stjórn HSÞ auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Aksturssjóði HSÞ.

Tilgangur sjóðsins er að taka þátt í ferðakostnaði vegna þátttöku barna og unglinga, 18 ára og yngri, á félagssvæði HSÞ í skipulögðum íþróttaæfingum og/eða skipulögðu félags- og æskulýðsstarfi, á vegum aðildarfélaga HSÞ.

Eingöngu félagar innan aðildarfélaga HSÞ geta sótt um styrki úr sjóðnum. Umsækjendur geta verið foreldrar/forráðamenn, hópur foreldra eða aðildarfélög HSÞ. Reglugerð sjóðsins og umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu HSÞ http://hsth.is/log-og-reglugerdir/. Umsóknarfrestur vegna aksturs á sumarönn er til og með 10. september n.k.

sep
23
Mán
Íþróttavika Evrópu
sep 23 – sep 30 all-day

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum.

Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Ef að þið eruð með skemmtileg verkefni eða viðburði innan ykkar vébanda sem fallið gætu vel að markmiðum og tímasetningum vikunnar er um að gera að hafa samband við okkur. Verkefnin þurfa ekki endilega að vera ný heldur má einnig tengja við Íþróttavikuna verkefni sem nú þegar hafa verið skipulögð af ykkar hálfu.
Mörg félög eru t.d með opnar æfingar dagana 23. – 30. september. Endilega sendið okkur upplýsingar svo að hægt sé að auglýsa það.

Hægt er að nálgast upplýsingar um tilgang og markmið verkefnisins á heimasíðu þess www.beactive.is

Verkefnið er líka að finna á Facebook: https://www.facebook.com/beactiveiceland/
Viðburð BeActive dagsins má finna hér: https://www.facebook.com/events/351948339052983/

Vinsamlegast hafið samband við Hrönn Guðmundsdóttur eða Lindu Laufdal, á Almenningsíþróttasviði ÍSÍ á beactive@isi.is ef þið hafið áhuga á að tengjast Íþróttaviku Evrópu með einhverjum hætti. Við komum viðburðinum á framfæri.

Ef þið þurfið nánari upplýsingar verið endilega í bandi.
Við hlökkum til að heyra frá ykkur

okt
1
Þri
Íþróttasjóður – umsóknarfrestur rennur út 1. okt
okt 1 all-day

Vert er að benda á að búið er að opna fyrir umsóknir í Íþróttasjóð, en umsóknarfrestur rennur út þann 1. október.

Fyrir hverja?  Íþrótta- og ungmennafélög, og fyrir þá sem starfa að útbreiðslu- og fræðsluverkefnum á sviði íþrótta. Einnig þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta.

Til hvers?  Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að aukinni þátttöku barna af erlendum uppruna. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Nánari upplýsingar um Íþróttasjóð og slóð á rafræna umsókn er að finna á  https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/ithrottasjodur/ .

 

nóv
15
Fös
Fræðslusjóður HSÞ
nóv 15 all-day

Stjórn HSÞ auglýsir eftir umsóknum í Fræðslusjóð HSÞ

Tilgangur sjóðsins er að auka menntun og þekkingu félaga innan HSÞ á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi, með því að sækja námskeið, fundi og ráðstefnur ef stjórn sambandsins álítur það íþrótta- og félagslífi í héraði til framdráttar.

Öll aðildarfélög innan HSÞ og félagsmenn þeirra eiga rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum. Reglugerð sjóðsins og umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu HSÞ http://hsth.is/log-og-reglugerdir/. Umsóknarfrestur í fræðslusjóð á árinu er til og með 15. nóvember n.k.