Viðburðir

nóv
15
Fös
Fræðslusjóður HSÞ
nóv 15 all-day

Stjórn HSÞ auglýsir eftir umsóknum í Fræðslusjóð HSÞ

Tilgangur sjóðsins er að auka menntun og þekkingu félaga innan HSÞ á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi, með því að sækja námskeið, fundi og ráðstefnur ef stjórn sambandsins álítur það íþrótta- og félagslífi í héraði til framdráttar.

Öll aðildarfélög innan HSÞ og félagsmenn þeirra eiga rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum. Reglugerð sjóðsins og umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu HSÞ http://hsth.is/log-og-reglugerdir/. Umsóknarfrestur í fræðslusjóð á árinu er til og með 15. nóvember n.k.