Ert þú búin/n að sækja um?

Stjórn HSÞ auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Aksturssjóði HSÞ.

Tilgangur sjóðsins er að taka þátt í ferðakostnaði vegna þátttöku barna og unglinga, 18 ára og yngri, á félagssvæði HSÞ í skipulögðum íþróttaæfingum og/eða skipulögðu félags- og æskulýðsstarfi, á vegum aðildarfélaga HSÞ.
Eingöngu félagar innan aðildarfélaga HSÞ geta sótt um styrki úr sjóðnum. Umsækjendur geta verið foreldrar/forráðamenn, hópur foreldra eða aðildarfélög HSÞ. Reglugerð sjóðsins og umsóknareyðublað má nálgast hér http://hsth.is/log-og-reglugerdir/. Umsóknarfrestur vegna aksturs á vorönn er til og með 31. maí.

Stjórn HSÞ auglýsir einnig Fræðslusjóð HSÞ og Afreksmannasjóð HSÞ

Tilgangur fræðslusjóðs er að auka menntun og þekkingu félaga innan HSÞ á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi, með því að sækja námskeið, fundi og ráðstefnur ef stjórn sambandsins álítur það íþrótta- og félagslífi í héraði til framdráttar. Tilgangur afrekssjóðs er að styrkja afreksfólk einstaklinga eða hópa innan HSÞ sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.

Öll aðildarfélög innan HSÞ og félagsmenn þeirra eiga rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum. Reglugerðir sjóðanna og umsóknareyðublöð er að finna á
http://hsth.is/log-og-reglugerdir/.