Göngum í skólann

When:
04/09/2019 – 02/10/2019 all-day
2019-09-04T00:00:00+00:00
2019-10-03T00:00:00+00:00

Verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) verður sett í þrettánda sinn miðvikudaginn 4. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Á heimasíðu Göngum í skólann www.gongumiskolann.is eru allar nánari upplýsingar um verkefnið en þar má m.a. finna skemmtilegar útfærslur nokkurra skóla á Íslandi á verkefninu. Einnig er hægt að hafa samband við undirritaða.

Með kveðju, fyrir hönd Göngum í skólann verkefnisins