Íþróttavika Evrópu

When:
23/09/2019 – 30/09/2019 all-day
2019-09-23T00:00:00+00:00
2019-10-01T00:00:00+00:00

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum.

Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Ef að þið eruð með skemmtileg verkefni eða viðburði innan ykkar vébanda sem fallið gætu vel að markmiðum og tímasetningum vikunnar er um að gera að hafa samband við okkur. Verkefnin þurfa ekki endilega að vera ný heldur má einnig tengja við Íþróttavikuna verkefni sem nú þegar hafa verið skipulögð af ykkar hálfu.
Mörg félög eru t.d með opnar æfingar dagana 23. – 30. september. Endilega sendið okkur upplýsingar svo að hægt sé að auglýsa það.

Hægt er að nálgast upplýsingar um tilgang og markmið verkefnisins á heimasíðu þess www.beactive.is

Verkefnið er líka að finna á Facebook: https://www.facebook.com/beactiveiceland/
Viðburð BeActive dagsins má finna hér: https://www.facebook.com/events/351948339052983/

Vinsamlegast hafið samband við Hrönn Guðmundsdóttur eða Lindu Laufdal, á Almenningsíþróttasviði ÍSÍ á beactive@isi.is ef þið hafið áhuga á að tengjast Íþróttaviku Evrópu með einhverjum hætti. Við komum viðburðinum á framfæri.

Ef þið þurfið nánari upplýsingar verið endilega í bandi.
Við hlökkum til að heyra frá ykkur