Home Events Íþróttasjóður

Íþróttasjóður

Búið er að opna fyrir umsóknir í Íþróttasjóð og er frestur til að senda inn umsókn til 1. október.

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að jafnrétti í íþróttum. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Málaflokkarnir eru þrír og eru sem hér segir:

 1.  Sérstök verkefni íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.
 2. Útbreiðsla- og fræðsluverkefni og skal einkum lögð áhersla á verkefni sem uppfylla einhver eftirfarinna skilyrða;
  • Stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga og sérstök áhersla verður að þessu sinni á verkefni sem stuðla að jafnrétti í íþróttum.
  • Eflingu þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarfi
  • Auka gildi íþróttastarfs í forvörnum.
  • Auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.
 3. Íþróttarannsóknir

https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/ithrottasjodur/ 

The event is finished.

Héraðssamband Þingeyinga | Litlulaugaskóla | 650 Laugar
s. 896-3107 | hsth@hsth.is | kt. 580408-1330

Privacy Preference Center