Fjarnám ÍSÍ 1.-3. stig – Fræðslusjóður HSÞ auglýsir

Fjarnám í þjálfaramenntun ÍSÍ fer brátt að hefjast. Um er að ræða annars vegar fjarnám á 1. stigi (8 vikur) og 2. stigi (5 vikur) sem hefst núna á mánudaginn 12. febrúar. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi.  Til þátttöku á 2. stigi þarf að hafa lokið 1. stigi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og 6 mánaða starfsreynslu sem þjálfari.
Síðasti skráningardagur er föstudaginn 9. febrúar á  http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/skraning-i-thjalfaramenntun/

Fjarnám 3. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun verður nú loksins aftur í boði á þessari vorönn.  Námið er almennur hluti þjálfaramenntunarinnar og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Námið hefst mánudaginn 26. febrúar næstkomandi.  Sjá nánar á http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/

Af þessu tilefni vill HSÞ minna á og auglýsa eftir umsóknum í Fræðslusjóð HSÞ.  Nánari upplýsingar og eyðublöð má annað hvort nálgast á http://hsth.is/sjodir-og-styrkir/ eða á skrifstofu HSÞ hsth@hsth.is