Fjölskyldan á fjallið – Þorgerðarfjall og Staðarsel

Almenningsíþróttanefnd HSÞ hefur skipulagt fjölskyldugöngu á Þorgerðarfjall í Aðaldal sunnudagskvöldið 10. júní n.k. Farið verður frá Grenjaðarstað kl. 20:00. Göngukassi verður settur upp við vörðuna efst á fjallinu og verður þar í sumar fyrir áhugasama.

Þá hefur ferðafélagið Norðurslóð þegar sett upp göngukassa við Staðarsel á Langanesi sem verður þar í sumar.

Sjá göngulýsingar undir flipanum Hreyfing – útivist Fjölskyldan á fjallið 2018