Fræðslusjóður HSÞ – Þjálfaranámskeið ÍSÍ

Fræðslusjóður HSÞ auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn – sjá flipann umsóknareyðublöð.

Jafnframt minnum við á að haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 24. sept. nk. Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 21. sept. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. Til þátttöku á 2. stigi þarf að hafa lokið 1. stigi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og 6 mánaða starfsreynslu sem þjálfari. Til þátttöku á 3. stigi þarf að hafa lokið 2. stigi eða sambærilegu námi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og að hafa 18 mánaða starfsreynslu sem þjálfari.