Fréttir frá frjálsíþróttaráði HSÞ

Ýmislegt hefur drifið á daga okkar síðan við sendum pistil frá okkur síðast.  9 keppendur frá HSÞ fóru á Bogamót UFA í lok apríl.  Alls náðust 16 verðlauna sæti á þessu móti hjá okkar keppendum.  Helstu úrslit hjá okkar keppendur voru; Í flokki 10-11 ára Katrín Rúnarsdóttir 1. sæti í skutlukasti, hástökki og 60 m. hlaupi. 2.sæti í langstökki og 600 m. hlaupi og 3. sæti í 60 m. grindahlaupi.

Katrín Rúnarsdóttir
Katrín Rúnarsdóttir

Í flokki 12-13 ára.  Katla María Kristjánsdóttir varð í 3. sæti í langstökki. Natalía Sól Jóhannesdóttir varð í 2. sæti kúlu. Jón Alexander Artúrsson varð í 1. sæti í kúlu. Heimir Ari Heimisson varð í 2. sæti í hástökki og langstökki. 3. sæti 60 m. hlaupi.  Hlynur Andri varð í 3. sæti  í kúlu.
Í flokki 14-15 ára.   Unnar Þór Hlynsson 2. sæti í langstökki og 3. sæti í 60 m. hlaupi.  Í flokki kvenna varð Arna Dröfn Sigurðardóttir í 3. sæti í langstökki.

 

 

Í vor þurftum við að fresta Frjálsíþróttaskóla UMFÍ vegna veðurs en  hann átti að vera 8-12 júni. Við töldum að þar sem þessi skóli fer að mestu fram utandyra gætum við ekki boðið börnunum upp á að vera úti í kulda allan daginn það myndi einnig  draga úr áhuga þeirra á æfingunum.  En nú ætlum við að hafa frjálsíþróttaskólann 20.-24. júlí og er hægt að skrá sig og fá frekari upplýsingar með því að senda póst á huldae@mi.is.  Í frjálsíþróttaskólanum eru kenndar og æfðar frjálsar íþróttir undir leiðsögn Bróa, Jóns Fr. Benónýssonar, tvisvar sinnum á dag.  Auk þess að vera í frjálsum íþróttum er farið í sund, ratleik, haldnar kvöldvökur og ýmislegt fleira í boði.  Frjálsíþróttaskólinn er fyrir alla frá 11-18 ára.  10 ára er hleypt inn ef þau eru mjög áhugasöm.

IMG_2979

Sumarleikar frjálsíþróttaráðs  fóru fram á Laugavelli  20. og 21. júni og voru alls skráðir keppendur 119.  Auk HSÞ komu keppendur frá nágrannafélögum okkar UFA, UMSE, UÍA, UMSS og USAH.  Keppendur HSÞ voru alls 27 á þessu móti og stóðu sig með prýði.  Helstu úrslit okkar keppenda voru:

Í flokki keppenda 16-17 ára var Arna Dröfn Sigurðardóttir í 1. sæti langstökki og 3 sæti í hástökki og 100 m. hlaupi.  Í flokki karla var Snæþór Aðalsteinsson í 1 sæti í 1500 m. hlaupi og 2 sæti í 800 m. hlaupi.

Í flokki 16-17 ára var Hlynur Aðalsteinsson í 3. sæti bæði í 1500 m. hlaupi og 800 m. hlaupi.  Í flokki 14-15 ára. Var Eyþór K. Ingólfsson í 2. Sæti í hástökki, 3 sæti í kúlu, langstökki, kringlu og spjóti. Arna Védís Bjarnadóttir varð 3 í langstökki.

Í flokki 12-13 ára var Heimir Ari Heimisson í 2. sæti í langstökki, 400 m hlaupi, hástökki og 3 sæti í 60 m. spretti.  Ari Ingólfsson varð í 3 sæti í kúlu og 60 m. grindahlaupi.  Natalía Sól Jóhannsdóttir var í 3. sæti í kúlu.

IMG_2986

10-11 ára var Hafdís Inga Kristjánsdóttir  í 1. sæti í spjóti, kúlu og 3. Sæti í 60. m. hlaupi.  Brimir Búason varð í 2. sæti í langstökki og 3. sæti í 600 m. hlaupi.  Hafþór Höskuldsson varð í 3. sæti í 60 m. hlaupi.  Þegar kringlukast fór fram birtist allt í einu rúmlega sjötugur þjóðverji, Klaus Albert,  sem vildi fá að taka þátt í kringlukasti .    Klaus átti lengsta kastið í keppninni en það var 35.98.  En Klaus er Þýskalandsmeistari setti heimsmet þegar hann var sextugur í sínu heimalandi.  Valgerður Jónsdóttir, sem er gamalreynd HSÞ kona, tók þátt á mótinu og sýndi að hún hefur engu gleymt. Hún keppti í langstökki og 60 m spretti og varð í 1. sæti í báðum greinum.

IMG_2496

Íslandsmeistaramót 11-14 ára fór fram á Selfossvelli dagana 27. og 28 júni.  Þangað fóru 8 keppendur frá HSÞ.  Óvenju fáir keppendur voru í heild á þessu móti eða rétt rúmlega 200 frá 16 félögum af öllu landinu.  Þó nokkur vindur var á fyrri keppnisdegi og vindur og rigning á þeim síðari.  En okkar keppendur létu veðrið ekki hafa áhrif á sig alls náðu keppendur sér í 4 verðlaunapeninga.  Jón Alexander H. Artúrsson 13. ára varð í 3. sæti í kúlu.  Erla Rós Ólafsdóttir 12. ára varð í 3. sæti í spjóti. Hafdís Inga Kristjánsdóttir 11. ára varð í 2. sæti í kúlu og Natalía Sól Jóhannsdóttir 12 ára varð í 2. sæti í kúlu.  Að auki áttum við 4 keppendur í úrslita hlaupum í spretti.  Meistaramótin eru stigakeppni þar sem 10 efstu sætin gefa stig.  HSÞ krakkarnir fengu samtals 64 stig og voru í 8-9 sæti af 16 liðum.  Flottur árangur hjá þeim.

Frjálsíþróttaæfingar fara fram á Laugavelli á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 19-20:30.  Allir velkomnir.   Ný heimasíða hefur verið tekin í notkun. Slóðin er www.frjalsar.hsth.is