Frjálsar íþróttir – boccia og bridge á LM 50+

HSÞ-liðið hefur staðið sig verulega vel í dag – og eru í raun enn að, því brigde-spilið er enn í gangi þegar þetta er ritað.  Síðast þegar staðan var tekin, þá voru þeir búnir að vinna einn leik og voru að spila í öðrum leik – en alls áttu þetta að vera 3 leikir; 4 sveitir í keppninni.  Í sveitinni eru þeir Kristján E. Yngvason, Gylfi Yngvason, Árni Garðar Helgason, Hlöðver P. Hlöðversson og Sverrir Haraldsson.

Boccia-sveitin sem keppti í dag í úrslitum náðu ekki verðlaunasæti – en flott hjá þeim að komast áfram!  Í sveitinni voru systurnar Lilja og Ína Skarphéðinsdætur, ásamt Hjördísi Bjarnadóttur

Þrír keppendur karla voru í frjálsum íþróttum:

Brynjar Halldórsson, fl. 80-84 ára,   =>  2. sæti í langstökki, 3. sæti í spjótkasti, kringlukasti og kúluvarpi

Róbert Þorláksson, fl. 70-74 ára   =>  1. sæti í langstökki, kringlukasti, kúluvarpi og spjótkasti

Gunnar Ómar Gunnarsson, fl. 60-64 ára.   =>  1. sæti í 1000m hlaupi, 2. sæti í 100m hlaupi og 2. sæti í langstökki

Myndir verða settar inn síðar.

Á morgun er það svo þátttaka í pútti og stígvélakasti…..