Hreyfivika UMFÍ – hefur þú fundið þína hreyfingu?

Hreyfivika UMFÍ hófst formlega í dag, 28. apríl. Fjölmargir viðburðir eru í boði á landsvísu og hafa margir boðberar hreyfingar skráð viðburði sína inn á heimasíðu hreyfivikunnar. Hér á starfssvæði HSÞ er vitað um skipulagða viðburði á Húsavík, Laugum, Mývatnssveit og Raufarhöfn að minnsta kosti, og eflaust fleiri sem fréttaritara er ekki kunnugt um.

Allir eru hvattir til þess að taka þátt í hreyfivikunni, hvort sem er í skipulögðum viðburðum eða af eigin frumkvæði. Þá er tilvalið fyrir fjölskyldur að klára sem flest atriði í hreyfibingói UMFÍ.