Íslandsmeistaramót í frjálsum íþróttum

MÍ 11-14 ára var haldið í Laugardalshöll 14.-15. febrúar sl. Tæplega 400 keppendur voru skráðir til leiks á mótið frá 16 félögum og samböndum um land allt. 8 keppendur fóru frá HSÞ á mótið.  Hafdís Inga Kristjánsdóttir 11 ára varð í 2. sæti í kúluvarpi og Natalía Sól Jóhannesdóttir  12 ára varð í 3. sæti í kúluvarpi.

MÍ 2015

Frjálsíþróttasamband Íslands leggur mikið upp úr persónulegum bætingum keppenda enda persónulegar framfarir eitt helsta markmið frjálsíþróttastarfsins og gildir þá einu hvert getustig hvers og eins er í samanburði við aðra.  Í frjálsum hafa allir hlutverk. Á þessu móti bætti  Hilmar Örn Sævarsson sinn persónulega árangur í kúluvarpi.  Lið HSÞ náði alls tæpum 25 stigum en 10 efstu sætin fá stig.

Dagbjört Ingvarsdóttir
Dagbjört Ingvarsdóttir á palli

Íslandsmeistaramót í frjálsum íþróttum 15-22 ára fór fram sl. helgi einnig í Laugardalshöll.  17 félög og sambönd um allt land áttu um 250 keppendur á þessu móti.  7 keppendur fóru frá HSÞ.  Dagbjört Ingvarsdóttir var í 2. sæti í langstökki í flokki 18-19 ára stúlkna.  Aðrir keppendur voru duglegir  í að bæta sinn persónulega árangur.  Eyþór Kári Ingólfsson bætti sinn persónulega árangur í 5 greinum, Unnar Þór Hlynsson bætti sig í 3 greinum, Arna Dröfn Sigurðardóttir bætti tíma sinn  í 60 m. hlaupi og  Snæþór Aðalsteinsson bætti sig í báðum greinum sem hann tók þátt í .  Frábær árangur hjá krökkunum.  Lið HSÞ fékk alls 12.5 stig en 6 efstu sætin gefa stig á þessu móti.

Keppnislið HSÞ á MÍ 11-14 ára
Keppnislið HSÞ á MÍ 11-14 ára