Landsmót UMFÍ 12.-15. júlí á Sauðárkrók

Það verður sannkölluð íþróttaveisla á Sauðárkróki dagana 12.-15. júlí n.k.  en þar mun fara fram bæði Landsmót UMFÍ og Landsmót 50+, og að auki Meistaramót Íslands í frálsíþróttum. Fjölmargt verður í boði þessa helgi: Keppnisdagskrá með um 30 íþróttagreinum, Láttu vaða dagskrá fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og fá leiðsögn auk annarrar skemmtidagskrár og uppákoma þar sem fram koma m.a. Páll Óskar, hljómsveitin Albatross, Geirmundur Valtýsson o.fl.

Allir sem eru 18 ára og eldri geta skráð sig á og í raun setur hver og einn sitt landsmót saman sjálfur, sjá nánar á https://www.landsmotid.is/dagskra/Að sjálfsögðu verður fullt í boði fyrir alla yngri en 18 ára einnig.

Landsmótið er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Landsmótið er tilvalinn vettvangur fyrir fjölskylduna, starfsmannahópa, stórfjölskylduna, saumaklúbbinn og alla sem vilja skemmta sér saman.

Hér er samantekt yfir þær keppnisgreinar sem eru í boði, eftir dögum og aldursflokkum