Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi

Helgina 26. – 28. júní n.k. verður 5. Landsmót UMFÍ 50+ haldið á Blönduósi. Eins og þið eflaust vitið þá er þetta mót skemmtileg blanda af íþróttagreinum og skemmtilegheitum fyrir 50 ára og eldri.

Blöndós 2015

Endilega hvetjið ykkar fullorðnu félaga til þess að skella sér á þetta mót. Í ár er ekkert utanumhald af hálfu HSÞ, en í bígerð er að finna fólk í nefnd sem etv. mun sjá um það á næstu árum.

Þátttökugjald er 3500,- kr óháð fjölda greina sem viðkomandi keppir í. Innifalið í gjaldinu er frítt á tjaldsvæði og alla viðburði sem tengjast mótinu. Skráning á mótið er hafin hér

Keppnisgreinar verða: boccia, dráttarvélaakstur, bridds, frjálsar íþróttir, hestaíþróttir, júdó, línudans, pútt, golf, pönnukökubakstur, ringó, skák, skotfimi, starfshlaup, stígvélakast og sund

Sjá nánar á : www.umfi.is