Lífshlaupið hefst 6. febrúar – vertu með 🤸‍♀️💪

Hreyfir þú þig reglulega?
Embætti Landlæknis ráðleggur fullorðnum að hreyfa sig af meðalákefð í minnst 30 mínútur daglega og börnum og unglingum í minnst 60 mínútur daglega.
Og þetta þarf ekki að vera samfleytt hreyfing heldur má skipta henni niður 😊

Í lífshlaupinu, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, er markmiðið að allir nái þessum ráðleggingum. Hægt er að taka þátt sem lið eða sem einstaklingar og fara skráningar fram á www.lifshlaupid.is

Hefur þú tíma fyrir heilsuna í dag?

  • vinnustaðakeppni frá 6. – 26. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur)
  • framhaldsskólakeppni frá 6. –  19. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (tvær vikur)
  • grunnskólakeppni frá 6. – 19. febrúar, fyrir 15 ára og yngri (tvær vikur)
  • einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið