Lottóreglugerð HSÞ

Lottóreglugerð Héraðssambands Þingeyinga

Lottótekjurnar skiptast þannig:
Af óskiptu fari:
5% til Afreksmannasjóðs HSÞ

Af því sem þá er eftir:
20% til HSÞ
80% til aðildarfélaga HSÞ

Skipting milli aðildarfélaganna:
15% eftir mætingu á ársþing
70% eftir iðkendatali 6-17 ára
15% vegna félagsmanna 18 ára og eldri.

Samþykkt á Framhaldsstofnþingi HSÞ í Skjólbrekku 12.apríl 2008

Forsendur fyrir skiptingu milli aðildarfélaganna:
1. Mæti félag ekki með fulltrúa á ársþing HSÞ fær það félag ekki úthlutað úr lottó.
Einnig þarf félag að hafa skilað starfsskýrslu fyrir úthlutunarárið, bæði skriflegri skýrslu fyrir ársþing HSÞ og starfsskýrslu í Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ fyrir 15. apríl ár hvert.

2. Greiðsla eftir mætingu á ársþing HSÞ er í hlutfalli við fulltrúafjölda félags á þinginu.
Viðaukinn samþykktur á ársþingi HSÞ í Ljósvetningabúð 12. mars 2011, með orðalagsbreytingu á ársþingi á Raufarhöfn 26. febrúar 2012.

Samþykkt á ársþingi HSÞ á Laugum í Reykjadal 23. mars 2014.