Mývatnsmaraþon 3. júní 2017

Mývatnsmaraþon verður haldið laugardaginn 3. júní 2017.
Hlaupið hefst og endar við Jarðböðin við Mývatn og hlaupið verður eftir þjóðveginum í kringum Mývatn.


Mývatnsmaraþon 2016

Mývatnsmaraþon er frábær upplifun þar sem náttúran spilar stórt hlutverk!
Þátttakendur geta valið úr fjórum vegalengdum, maraþoni, hálfmaraþoni, 10 km og 3 km. Því ættu allir að finna eitthvað fyrir sitt hæfi.
Innifalið í þátttökugjaldi er: Grillveisla, aðgangur í Jarðböðin og hlaupabolur. Einnig verða veitt sérstök útdráttarverðlaun.

Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á hlaup.is.

Skráning fer fram á hlaup.is. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum á keppnisdegi.
Athugið að frá og með 16. maí hækkar gjaldið.

Upplýsingar í síma 894 6318. Tengiliður: Elísabet Sigurðardóttir,
e-mail: myvetningur@gmail.com