Námskeið fyrir fólk í stjórnum félaga

Við vekjum athygli á námskeiðum fyrir fólk í stjórnum félaga sem standa til boða í haust:

Þann 7. september n.k. verður námskeið á Akureyri í menningarhúsinu Hofi sem hluti af hátíðinni Lýsu, þar sem fólk á í samtali um samfélagið. Yfirskrift námskeiðsins er hlutverk og ábyrgð stjórna félagasamtaka og er það haldið föstudagsmorguninn 7. september á milli klukkan 10:00 – 11:45. Ekkert kostar á þetta námskeið en mikilvægt er að skrá sig. Frekari upplýsingar er að finna á http://www.lysa.is og hlekkur að skráningarsíðu er hér.

Í oktbóber hefst svo námskeið á vegum Opna Háskólans sem hentar stjórnendum og starfsfólki ungmennafélaga. Námslínan hefst 2. október og lýkur 22. janúar 2019. Kennt er annan hvern þriðjudag frá klukkan 9:00 -16:00. Samtals er námslínan 56 klukkustundir – átta lotur sem eru sjö klukkustundir hver. UMFÍ veitir ungmennafélögum 10% afslátt af námskeiðsgjöldum en einnig má benda fólki á að athuga með niðurgreiðslur frá sínum stéttarfélögum. Smellið fyrir skráningu og til að sjá ítarlegri upplýsingar um námslínuna.