Nóvembermót HSÞ

Nóvembermót HSÞ verður haldið í íþróttahúsinu á Laugum 16. nóvember og hefst kl:12:00. Keppt verður i 30 m. hlaupi, langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, hástökki og kúluvarpi.
HSÞ
Keppt verður í flokkum 9 ára og yngri, 10-11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16-17 ára.
Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal að keppni lokinni.
Sjoppa á staðnum
Stefnt er á að hafa sundlaugina opna frá kl:15-17
Þjálfarar taka niður skráningar á æfingum í næstu viku líka hægt að senda á huldae@mi.is