Óskað eftir sjálfboðaliðum vegna Smáþjóðaleikanna

16. Smáþjóðaleikarnir verða settir í Laugardalnum í Reykjavík 1. júní nk. en keppnin stendur frá 2-6. júní. Þátttökurétt á Smáþjóðaleikunum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón. Hér má skoða fréttabréfið Smáþjóðaleikarnir 2015

Lukkudýr smáþjóðaleikanna

Þessar þjóðir eru: Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó og San Marínó, og hafa þær verið með allt frá byrjun. Svartfjallaland tók þátt á leikunum árið 2011 í fyrsta sinn og eru því þátttökuþjóðirnar nú níu talsins. Smáþjóðaleikarnir fara fram á tveggja ára fresti í einu af löndunum níu. Þeir voru fyrst haldnir í San Marínó árið 1985 en árið 1997 fóru leikarnir fram á Íslandi í fyrsta sinn.

Óskað er eftir sjálfboðaliðum til að vinna við leikana og
skráningarfrestur er til 21. febrúar. Hér er hægt að skrá sig.