Silfurleikar ÍR

Silfurleikar ÍR eru haldnir í nóvember ár hvert en þeir fóru fram sl. laugardag í Laugardalshöll.   Mótið var fyrst haldið árið 1996 og hét þá Haustleikar ÍR. Nafninu var breytt árið 2006 til að minnast þess að 50 ár voru þá liðin frá því að ÍR-ingurinn Vilhjálmur Einarsson fékk silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourn í Ástralíu. Með Silfurleikum vilja ÍR-ingar minnast þessa mikla afreks og þrístökk skipar þar veglegan sess eins og vera ber. Silfurleikar ÍR eru fyrir 17 ára og yngri.

Ari Ingólfsson, Unnar Þór Hlynsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Jón Alexander Athúrsson, Hilmir Smári Kristinsson
Ari Ingólfsson, Unnar Þór Hlynsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Jón Alexander Athúrsson, Hilmir Smári Kristinsson

5 strákar fóru frá HSÞ á Silfurleikana staðráðnir í að bæta sinn persónulega árangur í sínum greinum á þessu aldurs ári.  Alls kepptu þeir í 15 greinum og náðu að bæta sinn persónulega árangur eða jafna hann í 9 þeirra. Allir náðu að bæta sig í einhverri grein.  Að auki náðu þeir sér í þrjú verðlaunasæti.  Jón Alexander Arthúrsson vann kúluvarp í flokki 13 ára pilta með kasti upp á 12,04. Eyþór Kári Ingólfsson varð annar í hástökk 15 ára pilta, stökk 1,67 m.  Unnar Þór Hlynsson einnig 15 ára varð í 3. sæti í 60 m. hljóp á tímanum 7,90 sek.  Á meðfylgjandi myndum afhendir Einar Vilhjálmsson formaður frí verðlaunin.

Silfurleikar ÍR 2