Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar 10.-12. júlí DAGSKRÁ

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram á Egilsstöðum helgina 10.-12. júlí.

Hátíðin er ein stærsta og fjölbreyttasta íþróttahátíð sem fram fer á Austurlandi og í ár verður hún með enn stærra og glæsilegra sniði en áður.

Sumarhátíðin er opin öllum aldurshópum og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Dagskrá hátíðarinnar er eftirfarandi:

Föstudagur 10. júlí
 • 15:00 Púttmót eldri borgara í Pósthúsgarðinum, veitingar í boði Fellabakarís.
 • 16:00 Sundleikfimi fyrir alla aldurshópa í Sundlauginni á Egilsstöðum.
 • 17:00 Eskjumótið í sundi í sundlauginni á Egilsstöðum
 • 18.00 LVF mótið í borðtennis í Nýung
 • 20:00 Ljóðaupplestrarkeppni í Sláturhúsinu, verðlaun í boði Bókakaffis.
 • 20:30 Sundlaugarpartý í sundlauginni á Egilsstöðum, allir keppendur velkomnir.
Laugardagur 11. júlí
 • 9:00 Eskjumótið í sundi í sundlauginni á Egilsstöðum
 • 10:30 Arionmótið í crossfit fyrra WOD á Vilhjálmsvelli, verðlaun í boði WOD búðarinnar.
 • 11:00 Bólholtsstreet körfuknattleiksþrautir á Vilhjálmsvelli
 • 12:30 Nettómótið í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli
 • 14:00 Crossfit kynning á Vilhjálmsvelli
 • 14:30 Arionmótið í crossfit á Vilhjálmsvelli, verðlaun í boði WOD búðarinnar.
 • 17:00 Grillveisla í Tjarnargarði í boði Alcoa og afhending úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa
 • 17:30 Frisbígolfkynning og vígslumót frisbígolfsvallar í Tjarnargarði, verðlaun í boði Frisbígolfbúðarinnar.
 • 20:00 Ringókynning og -mót í Bjarnadal
Sunnudagur 12. júlí
 • 9:30 Nettómótið í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli
 • 10:30 Bocciamót Héraðsprents á Vilhjálmsvelli
 • 11:30 Bogfimikynning og mót á Vilhjálmsvelli, efra svæði, verðlaun í boði Bogfimisetursins.

Þátttökugjald er 2000 kr á keppenda óháð greinafjölda. Skráningarfrestur í sund og frjálsar íþróttir rennur út á miðnætti 8. júlí.

Skráning og nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA síma 4711353 og á netfangið uia@uia.is

Nánari upplýsingar – uia.is