Sumarleikar HSÞ 20-21. Júní á Laugavelli

Sumarleikar frjálsíþróttaráðs HSÞ í frjálsum íþróttum verða haldnir á Laugavelli dagana 20. og 21.júní. Keppni hefst klukkan 11:00 á laugardegi og 09:50 á sunnudegi. Mótsstjóri er Ari Heiðmann Jósavinsson.

HSÞ

Skráning keppenda fer fram á fri.is mótaforrit ( gamla mótaforritið) og lýkur skráningu á fimmtudags-kvöldið 18. júní kl. 24:00.

Eftir það er aðeins hægt að senda skráningar í tölvupósti á ari27@simnet.is og kostar þá hver skráning 1000.- svo vinsamlegast komið ÖLLUM skráningum í tæka tíð.

Ekki verður hægt að skrá sig á staðnum.

Vekjum athygli á því að einungis er um drög af tímaseðli að ræða á fri.is en endanlegur tímaseðill verður kominn á netið um kl. 20 föstudaginn 19. júni.

Keppnisgreinar í boði eru:

9 ára og yngri: 60 m hlaup boltakast – langstökk – 600 m hlaup.
10-11 ára:  60 m hlaup – kúluvarp – langstökk – 600 m hlaup – hástökk – spjótkast – 4×100  m boðhlaup.

12-13 ára:  60 m hlaup– kúluvarp – langstökk – 400 m hlaup – hástökk – 60 m grindahlaup – spjótkast – 800m hlaup – 4×100 m boðhlaup.

14-15 ára:  100 m hlaup– langstökk – kúluvarp – 400m hlaup – 80 m og 100 m grindahlaup – hástökk – spjótkast – 800 m hlaup – 4×100 m boðhlaup.

16-17 ára og karlar og konur: 60 m hlaup – 100 m hlaup – 200 m hlaup – 400 m hlaup – 800 m hlaup – 1500 m hlaup -100 m og 110 m grindahlaup – langstökk – spjótkast – hástökk – kringlukast – kúluvarp –stangarstökk – 4×100 m boðhlaup

Allir keppendur fá 4 tilraunir í stökkum og köstum.

Skráningargjald er 2500.- fyrir 9 ára og yngri og 3500.- fyrir 10 ára og eldri og skal greiða áður en keppni hefst. Félögin eru vinsamlegast beðin um að greiða í einu lagi fyrir sína keppendur inn á reikning frjálsíþróttaráðs HSÞ og senda kvittun í tölvupósti á stella@nna.is

Reikningsnúmer:  1110-05-400575.  Kt. 640409-0610.

Tjaldsvæði er við hliðina á vellinum en borga þarf sérstaklega fyrir það sem og rafmagn. Tjaldsvæðið er á vegum Dalakofans.

Sjoppa verður á vallarsvæðinu.

Frekari upplýsingar veitir Ari;  ari27@simnet.is  s:8920777

Verið velkomin.

Frjálsíþróttaráð HSÞ