Sumarmót UMSE á Dalvík 8. júlí

Miðvikudaginn 8. júlí verður Sumarmót UMSE á Dalvík. Mótið er haldið í samstarfi við frjálsíþróttadeild Umf. Svarfdæla. Á mótinu verður keppt í eftirfarandi greinum:
umse
9 ára og yngri: boltakasti, 6om og langstökki
10-11 ára: spjótkasti, 60m og langstökki
12-13 ára: spjótkasti, 60m og langstökki
Mótið hefst kl. 16:30.
Skráning fer fram á mótaforriti FRÍ (gamla mótaforritinu). Skráningarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 7. júlí.
Þátttökugjald er 1.000.- á mann, óháð fjölda greina, þátttökugjaldið greiðist inn á bankareikning UMSE: kt. 670269-0519, reikn. 162-26-10705. Kvittun sendist á umse@umse.is.
Í flokkum 10-11 ára  og  9 ára og yngri fá allir þátttökuverðlaun, en í flokki 12-13 ára eru veitt verðlaun fyrir 1.-3. sæti.
Nánari upplýsingar gefur Þorgerður Guðmundsdóttir, formaður frjálsíþróttanefndar UMSE eða skrifstofa UMSE.