Samkomutjald HSÞ til leigu

HSÞ hefur samkomutjald til leigu. Tjaldið er 46 m2 að stærð, gult þak og bláar hliðar og því fylgja 6 lítil borð og stólar fyrir 36 manns. Tjaldið er geymt í kerru og því auðvelt í flutningum. Helgarleiga kostar 40.000 kr. og er þá miðað við að tjaldið sé sótt á föstudegi og skilað á sunnudegi. Hver aukadagur kostar 10.000 kr. Nánari upplýsingar um lausa daga og leigutíma eða frekara samkomulag má fá á skrifstofu HSÞ í síma 896-3107 eða á netfangið hsth@hsth.is.