Vorfjarnám ÍSÍ hefst í febrúar!

Kæru félagar – HSÞ hvetur ykkur til þess að taka þátt í fjarnámi ÍSÍ !
Áhersla og kröfur samfélagsins til íþróttaþjálfara með góða þekkingu hafa síður en svo dvínað og því afar mikilvægt að íþróttahreyfingin svari kalli og hafi menntaða íþróttaþjálfara innan sinna raða.
Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst í febrúar.
Boðið verður upp á nám á 1. 2. og 3. stigi ÍSÍ sem er alm. hluti þekkingar íþróttaþjálfara og gildir fyrir allar íþróttagreinar.
Vakin skal sérstök athygli á því að í fyrsta sinn er nú nám á 3. stigi í boði sem er sjálfstætt framhald náms á 1. og 2. stigi. 3. stig ÍSÍ er síðasta stigið á framhaldsskólastigi. Alls fimm kennarar koma að kennslunni á þessu stigi með sérþekkingu á því efni sem þeir kenna s.s. í íþróttasálfræði, íþróttameiðslum, íþróttastjórnun o.fl.
Verið er að vinna að undbúningi náms á 4. og 5. stigi sem er á háskólastigi.
Frekari uppl. á isi.is og hjá Viðari Sigurjónssyni á vidar@isi.is og/eða í síma 460-1467.