Verkefnasjóður HSÞ og námskeið

Við minnum félög og félagsmenn á verkefna- og styrktarsjóð HSÞ. Tekið er við umsóknum til og með 15. maí.

Félögum innan UMFÍ býðst að sækja tvö námskeið á Akureyri mánudaginn 6. maí. Annars vegar er um að ræða námskeiðið Verndum þau sem hefst kl. 17:00 og hins vegar er námskeiðið Samskipti og siðareglur sem hefst kl. 19:30.

Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku á www.aev.is.

Nánari upplýsingar er hægt að finna á viðburði á facebook Verndum þau & Samskipti og siðareglur