Aðildarfélög HSÞ eru í heildina 21 talsins en sambandssvæði HSÞ nær yfir fimm sveitarfélög frá Langanesbyggði í austri að Grýtubakkahreppi í vestri. Tólf aðildarfélaga HSÞ eru sérgreinafélög og níu félaganna eru fjölgreinafélög.

Þær greinar sem hafa jafnan verið í boði hjá aðildarfélögum HSÞ eru:  Knattspyrna, hestaíþróttir, skák, golf, blak, frjálsíþróttir, skotíþróttir, fimleikar, íþróttir fatlaðra, mótorhjóla- og snjósleðaíþróttir, sund, taekwondo, skíðaíþróttir, bogfimi, glíma, bogfimi, almenningsíþróttir auk skipulagðs félagsstarfs s.s. leiklistar. Þá hafa félögin boðið upp á fleiri íþróttagreinar s.s. klifur, handbolta, körfubolta, borðtennis og pílukast.

Íþróttafélagið Völsungur

Stofnað 12. apríl 1927

Formaður: Bergur Jónmundsson

Íþróttafélagið Magni

Stofnað 11. júlí 1915

Formaður: Hjörtur Geir Heimisson

magni@magnigrenivik.is | www.magnigrenivik.is | ƒ Magni Grenivík

Mývetningur íþrótta- og ungmennafélag

Stofnað 4. febrúar 1909

Formaður: Anton Freyr Birgisson

Íþróttafélagið Þingeyingur

Stofnað 9. júní 2021

Formaður: Brynjar Þór Vigfússon

Golfklúbbur Húsavíkur

Stofnaður 26. júní 1967

Formaður: Birna Ásgeirsdóttir

Golfklúbbur Mývatnssveitar

Stofnaður 17. apríl 1989

Formaður: Kristján Stefánsson

kstef64@gmail.com | ƒ Golfklúbbur Mývatnssveitar

Golfklúbburinn Gljúfri

Stofnaður 25. apríl 1993

Formaður: Haukur Marinósson

Golfklúbburinn Lundur

Stofnaður 30. apríl 2009

Formaður: Pétur Gunnar Ringsted

hamar@kopasker.is |

glf@lundsvollur.is | http://www.lundsvollur.is

Hestamannafélagið Feykir

Stofnað 1. desember 1974

Formaður: Baldur Stefánsson

Hestamannafélagið Grani

Stofnað 4. nóvember 1964

Formaður: Stefán Haraldsson

granamenn@gmail.com | www.granamenn.is | ƒ  Grani

Hestamannafélagið Snæfaxi

Stofnað 16. apríl 1968

Formaður: Jóhannes Sigfússon

Hestamannafélagið Þjálfi

Stofnað 6. júní 1959

Formaður: Oddný Lára Guðnadóttir

Skotfélag Húsavíkur

Stofnað 2. október 1988

Formaður: Hallur Þór Hallgrímsson

Skotíþróttafélag Norðurlands

Stofnað 12. desember 2021

Formaður: Kristján R. Arnarson

xelent@simnet.is | ƒ Skotíþróttafélag Norðurlands

Skákfélagið Goðinn

Endurvakið 2. mars 2021.
Upphaflegur stofndagur 15.mars 2005.

Formaður: Hermann Aðalsteinsson

Akstursíþróttfélag Mývatnssveitar

Stofnað 8. ágúst 2006

Formaður: Júlíus Björnsson

bjornsson87@gmail.com | ƒ Akstursíþróttaélag Mývatnssveitar

Ungmennafélagið Austri

Stofnað 1935

Formaður: Birna Björnsdóttir

Ungmennafélagið Bjarmi

Stofnað 4. október 1908

Formaður: Birna Davíðsdóttir

birna@nett.is |

birnada@storutjarnaskoli.is | ƒ Ungmennafélagið Bjarmi

Ungmennafélagið Efling

Stofnað 24. apríl 1904

Formaður: Aðalbjörn Jóhannsson

Ungmennafélagið Einingin

Stofnað 6. desember 1892

Formaður: Sigurlína Tryggvadóttir

linatr@simnet.is |

Ungmennafélag Langnesinga

Stofnað 1937

Formaður: Hulda Kristín Baldursdóttir

Breytingar á aðildarfélögum

Frá stofnun HSÞ árið 1914 hafa fjöldamörg félög verið hluti af sambandinu.

Þannig má lesa í bókinni HSÞ 100 ára 1914-2014 að eftirfarandi félög hafi um tíma verið innan vébanda HSÞ á fyrstu 50 árum þess: Umf. Æskan, Svalbarðsströnd, Umf Bifröst í Höfðahverfi, Umf. Glæðir í Fnjóskadal, Umf. Framsókn í Flatey, Umf. Laugaskóla, Umf. Ófeigur í Skörðum á Húsavík, Umf. Víðir í Bárðadal og Íþróttafélag Reykdæla. Að auki voru félögin Ungmennafélag Fjöllunga, Ungmennafélag Núpsveitunga og Ungmennafélagið Neisti á Vestur-Sléttu og Skotfélagið Skotöx innan vébanda UNÞ. UMFN og Neisti sameinuðust undir nafninu Umf. Snörtur árið 1974.

Fleiri félög hafa verið innan HSÞ sem hafa ekki aðild lengur og hafa nokkrar breytingar orðið á félagaflórunni frá því um aldamótin:

 • Umf. Ljótur í Laxárdal, stofnað 1915, var í sambandinu fram til um 1998-1999.
 • Íþróttafélagið Eilífur og Ungmennafélagið Mývetningur (1909) sameinuðust árið 2002 í Mývetning íþrótta- og ungmennafélag.
 • Boltafélag Húsavíkur, stofnað 2004, var óvirkt frá 2006 og loks skráð úr HSÞ 2019.
 • Íþróttafélag Laugaskóla, stofnað 1989, var óvirkt frá 2012 og skráð úr HSÞ 2019.
 • Ungmennafélagið Reykhverfingur, stofnað 1907, var óvirkt frá 2007 og skráð úr HSÞ 2021.
 • Skákfélagið Huginn, stofnað 2014, var skráð út HSÞ 2021. Huginn varð til í kjölfar nokkurra sameininga. Árið 2012 sameinuðust Goðinn og Taflfélagið Mátar í Goðinn-Máta sem aftur sameinaðist Helli í GM-Helli árið 2013 og loks var gerð nafnabreyting og Huginn stofnaður árið 2014.
 • Golfklúbburinn Hvammur á Grenivík var stofnaður 2003. Klúbburinn hætti starfsemi árið 2021 og var skráður úr HSÞ á ársþingi 2022.
 • Ungmennafélagið Afturelding, stofnað 1923, var óvirkt frá 2012 og skráð úr HSÞ á ársþingi 2023.
 • Ungmenna- og íþróttafélag Bakkafjarðar, stofnað 1994 og tilheyrði UÍA til 2010 er það kom til HSÞ vegna sameininga sveitarfélaga, var óvirkt frá 2004 og skráð úr HSÞ á ársþingi 2023.
 • Ungmennafélagið Gaman og alvara, stofnað 1905, óvirkt frá 2018 og skráð úr HSÞ á ársþingi 2023.
 • Ungmennafélagið Snörtur, stofnað 1974 við sameiningu Umf. Núpsveitunga og Umf. Neista, óvirkt frá 2016 og skráð úr HSÞ á ársþingi 2023.
 • Ungmennafélag Tjörnesinga, stofnað 1909, óvirkt frá 2013 og skráð úr HSÞ á ársþingi 2023.
 • Ungmennafélag Öxfirðinga, stofnað 1907, óvirkt frá 2016 og skráð úr HSÞ á ársþingi 2023.
 • Skotíþróttafélag Þórshafnar og nágrennis, stofnað 10. apríl 2018, náði aldrei flugi og skráð úr HSÞ á ársþingi 2024.
 • Ungmennafélagið Geisli, stofnað 14. júní 1908, óvirkt frá 2022 og skráð úr HSÞ á ársþingi 2024.
 • Ungmennafélagið Leifur heppni, stofnað 1909, óvirkt frá 2021 og skráð úr HSÞ á ársþingi 2024.

Hér má sjá merki eldri félaga sem hafa verið skráð úr HSÞ