Aðildarfélög HSÞ eru í heildina 29 talsins en sambandssvæði HSÞ nær yfir sjö sveitarfélög frá Langanesbyggði í austri að Grýtubakkahreppi í vestri. Þrettán aðildarfélaga HSÞ eru sérgreinafélög og tíu félaganna eru fjölgreinafélög. Af 29 aðildarfélögum HSÞ eru sex félög óvirk og án starfandi stjórnar.
Um 20 greinar eru iðkaðar innan sambandsins: Knattspyrna, hestaíþróttir, skák, golf, blak, frjálsíþróttir, skotíþróttir, fimleikar, handbolti, íþróttir fatlaðra, leiklist, mótorhjóla- og snjósleðaíþróttir, sund, taekwondo, skíðaíþróttir, bogfimi, bridds, glíma, karate og almenningsíþróttir.
volsungur@volsungur.is | www.volsungur.is
magni@magnigrenivik.is | www.magnigrenivik.is
myvetningur@gmail.com | ƒ ungmennafelagid.myvetningur
golfklubburhusavikur@gmail.com | ƒ Golfklúbbur-Húsavíkur
kstef64@gmail.com | ƒ Golfklúbbur-Mývatnssveitar
mpe@nett.is |
sigbenediktsson@gmail.com |
glf@lundsvollur.is | http://www.lundsvollur.is
baldur@kopasker.is | ƒ hestamannafelagid.feykir
granamenn@gmail.com | www.granamenn.is
skothus640@gmail.com | ƒ Skotélag-Húsavíkur
runarkonn@gmail.com |
lyngbrekku@simnet.is |
hulio30@hotmail.com | ƒ Akstursíþróttaélag-Mývatnssveitar
birna@nett.is |
birnada@storutjarnaskoli.is | ƒ bjarmi.is
umfefling@gmail.com | ƒ umf.efling
linatr@simnet.is |
arnihelgason66@gmail.com |
umflanganes@gmail.com | ƒ UngmennafelagLangnesinga
salbjorg@ardalur.is | ƒ UngmennafelagidLeifurHeppni
Óvirk félög:
- Ungmennafélagið Afturelding
- Ungmennafélag Bakkafjarðar
- Ungmennafélagið Gaman og alvara
- Ungmennafélagið Snörtur
- Ungmennafélag Tjörnesinga
- Ungmennafélag Öxfirðinga
Breytingar á aðildarfélögum
Frá stofnun HSÞ árið 1914 hafa fjöldamörg félög verið hluti af sambandinu.
Þannig má lesa í bókinni HSÞ 100 ára 1914-2014 að eftirfarandi félög hafi um tíma verið innan vébanda HSÞ á fyrstu 50 árum þess: Umf. Æskan, Svalbarðsströnd, Umf Bifröst í Höfðahverfi, Umf. Glæðir í Fnjóskadal, Umf. Framsókn í Flatey, Umf. Laugaskóla, Umf. Ófeigur í Skörðum á Húsavík, Umf. Víðir í Bárðadal og Íþróttafélag Reykdæla. Að auki voru félögin Ungmennafélag Fjöllunga, Ungmennafélag Núpsveitunga og Ungmennafélagið Neisti á Vestur-Sléttu og Skotfélagið Skotöx innan vébanda UNÞ. UMFN og Neisti sameinuðust undir nafninu Umf. Snörtur árið 1974.
Fleiri félög hafa verið innan HSÞ sem hafa ekki aðild lengur og hafa nokkrar breytingar orðið á félagaflórunni frá því um aldamótin:
- Umf. Ljótur í Laxárdal, stofnað 1915, var í sambandinu fram til um 1998-1999.
- Íþróttafélagið Eilífur og Ungmennafélagið Mývetningur (1909) sameinuðust árið 2002 í Mývetning íþrótta- og ungmennafélag
- Boltafélag Húsavíkur, stofnað 2004, var óvirkt frá 2006 og loks skráð úr HSÞ 2019
- Íþróttafélag Laugaskóla, stofnað 1989, var óvirkt frá 2012 og skráð úr HSÞ 2019
- Ungmennafélagið Reykhverfingur, stofnað 1907, var óvirkt frá 2007 og skráð úr HSÞ 2021
- Skákfélagið Huginn, stofnað 2014, var skráð út HSÞ 2021. Huginn varð til í kjölfar nokkurra sameininga. Árið 2012 sameinuðust Goðinn og Taflfélagið Mátar í Goðinn-Máta sem aftur sameinaðist Helli í GM-Helli árið 2013 og loks var gerð nafnabreyting og Huginn stofnaður árið 2014.