Ársþingi HSÞ lokið – margir sjálfboðaliðar heiðraðir og Þorsteinn Ingvarsson valinn íþróttamaður HSÞ 2013

Ársþing HSÞ var haldið sunnudaginn 23.mars s.l. Á þingið mættu 53 þingfulltrúar af 81, frá 17 aðildarfélögum af 28 virkum – og var því þingið með naumindum löglegt.

Kæru félagar, næsta ár getum við því bara gert enn betur!

Ýmislegt var á dagskrá, en fyrir utan hin venjulegu þingstörf þá fengum við ávörp góðra gesta. Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og Haukur Valtýsson, varaformaður UMFÍ lögðu nokkur góð orð í eyru og í leiðinni heiðruðu þeir nokkra sjálfboðaliða sem starfað hafa vel og mikið fyrir sín aðildarfélög og HSÞ.

Starfsmerki UMFÍ: Freydís Anna Arngrímsdóttir og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Gullmerki ÍSÍ: Sigfús Haraldur Bóasson og Anna Sigrún Mikaelsdóttir
Silfurmerki ÍSÍ: Ágústa Pálsdóttir

Íþróttamenn HSÞ fengu einnig sín verðskulduðu verðlaun frá HSÞ. Íþróttamaður HSÞ 2013 var valinn Þorsteinn Ingvarsson, sem enn og aftur hefur verið valin í landliðshóp í frjálsum fyrir árið 2014. Um síðustu áramót ákvað Þorsteinn hins vegar að ganga til liðs við ÍR og óskum við Þorsteini alls hins besta í framtíðinni og þökkum honum fyrir frábær ár hjá HSÞ en hann hefur alltaf verið góð fyrirmynd utan sem innan vallar.

Aðrir heiðraðir íþróttamenn voru:

Bocciamaður HSÞ 2013; Jóna Rún Skarphéðinsdóttir, Íþr.fél. Völsungi
Bogfimimaður HSÞ 2013; Guðmundur Smári Gunnarsson, Umf Eflingu
Glímumaður HSÞ 2013; Pétur Þórir Gunnarsson, Mývetningi íþr.- og ungm.fél.
Handknattleiksmaður HSÞ 2013; Heimir Pálsson, Íþr.fél. Völsungi
Hestamaður HSÞ 2013; Einar Víðir Einarsson, Hestam.fél. Grana
Knattspyrnumaður HSÞ 2013; Ásgeir Sigurgeirsson, Íþr.fél. Völsungi
Sundmaður HSÞ 2013; Sif Heiðarsdóttir, Íþr.fél. Völsungi
Ithrottafolk_HSTH_2013

Ný aðalstjórn HSÞ var kosin og áfram mun hinn farsæli formaður okkar, Jóhanna Sigríður, sitja næsta starfsár.
Eftirfarandi stjórn mun sitja næsta árið:

Formaður í kjöri til eins árs (2014)
Jóhanna Kristjánsdóttir, Umf Geisli
Stjórnarmenn í kjöri til tveggja ára (2013)
Stefán Jónasson, Umf Tjörnesinga
Hermann Aðalsteinsson, Skákfélagið GM-Hellir
Birna Davíðsdóttir, Umf Bjarmi
Stjórnarmenn í kjöri til tveggja ára (2014)
Einar Ingi Hermannsson, Umf Einingin
Ari Heiðmann Jósavinsson, Umf Geisli
Kolbrún Ívarsdóttir, Mývetningur íþr.- og ungmennafél.
Varamenn í kjöri til tveggja ára (2013)
Sigrún Marinósdóttir, Umf Geisli
Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttir, Umf Leifur heppni
Varamaður í kjöri til eins árs (2014)
Arngeir Friðriksson, Umf Efling

Ársþing HSÞ 2014 á Laugum í Reykjadal

Ársþing Héraðssambands Þingeyinga verður haldið í Framhaldsskólanum á Laugum í Reykjadal (í matsal skólans) sunnudaginn 23. mars n.k.

Boðaðir þingfulltrúar eru rétt yfir 80 talsins og hafa aldrei verið fleiri, því stöðugt fjölgar félögum innan sambandsins, en HSÞ hefur 31 aðildarfélag innan sinna raða.

DAGSKRÁ er gróflega sem hér segir:
10:00 ÞINGSETNING
10:10 Skýrsla stjórnar / Reikningar sambandsins Umræður
11:00 Skýrsla og reikningar sambandsins borin undir atkvæði
11:15 Ávörp gesta
11:45 Mál lögð fyrir þingið / Skipan í starfsnefndir
12:00 MATARHLÉ
13:00 Nefndastörf / Afgreiðsla mála
14:30 Kosningar
15:00 KAFFIHLÉ
15:15 Íþróttafólk HSÞ, verðlaunaafhending
15:45 Önnur mál
16:00 ÞINGSLIT
Fyrir hönd stjórnar HSÞ, með von um góða mætingu og gott þing.
Elín Sigurborg Harðardóttir,
framkvæmdastjóri HSÞ

AÐALFUNDUR FRJÁLSÍÞRÓTTARÁÐS HSÞ

Aðalfundur Frjálsíþróttaráðs HSÞ verður haldinn mánudaginn 17. mars 2014 kl. 20:00 á Grænatorginu í Íþróttahöllinni á Húsavík.
Dagskrá fundarins:
1. Setning aðalfundar
2. Kosning fundarstjóra og ritara.
3. Kosning kjörbréfanefndar og allsherjarnefndar (3 menn í hvora)
4. Skýrsla fráfarandi stjórnar.
5. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
Einnig árstillögur ef til kemur.
6. Lagabreytingar og tillögur sem borist hafa, teknar til meðferðar.
7. Kosning formanns ráðsins.
8. Kosning ritara sem er jafnframt varaformaður.
9. Kosning gjaldkera.
10. Kosning tveggja varamanna í stjórn og tveggja skoðunarmanna.
11. Önnur mál.
12. Fundi slitið.

Með von um að sjá ykkur sem flest
Fyrir hönd frjálsíþróttaráðs HSÞ
Ágústa Pálsdóttir formaður

Fjölmennur aðalfundur Umf. Langnesinga

Það var vel mætt á aðalfund Umf. Langnesinga, en hann var haldinn 1. mars sl. Um 30 manns mættu á fundinn og voru umræður málefnalegar og góðar. Í skýrslu stjórnar kom fram að félagið heldur úti öflugu og metnaðarfullu starfi í ýmsum íþróttagreinum. Fjölbreyttar fjáraflanir eru stundaðar til að fjármagna starfið og ýmsar samkomur haldnar. Ársreikningar sýndu góða stöðu félagsins.
Nokkrar breytingar urðu í stjórn, úr stjórninni gengu Ingveldur Eiríksdóttir, Halldóra Magnúsdóttir og Agnar Jónsson. Ný inn í stjórn komu Albert Jón Hólm Sigurðsson og Marta Uscio. Aðrir í stjórn eru Sölvi Steinn Alfreðsson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Valgerður Sæmundsdóttir, Oddný Kristjánsdóttir og Hulda Kristín Baldursdóttir.
Á fundinum voru sýndar myndir úr starfi félagsins, m.a. af Ásbyrgismóti, og í lok fundar var boðið upp á vöfflur sem félagsmenn í 7. bekk bökuðu. Síðan var farið í leiki, glens og grín í íþróttasalnum.
Fulltrúi HSÞ á fundinum var Halldóra Gunnarsdóttir.