FRÍMÍNÚTUR -landsleikur um aukna hreyfingu í grunnskólum

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur sókn gegn sleni með því að setja af stað nýjan hreyfingarleik í grunnskólum sem nefnist Frímínútur. Leikurinn fer í gang í maí og verður öllum grunnskólum landsins boðin þátttaka.
Markaðar verða 800 metra brautir við skólana og nemendur hvattir til að fara brautina á hverjum degi í löngu frímínútunum. Valkvætt verður að ganga, skokka eða hlaupa. Fleiri þrautum og leikjum verður síðar bætt inn í hreyfileikinn og verður nemendum og skólum boðið að taka þátt í þróun valkosta um hreyfingar í leiknum í samvinnu við íþróttakennara og félag þeirra ÍKFÍ auk annarra aðila sem láta sig verkefnið varða.
FRÍMÍNÚTUR er hreyfingarleikur þar sem grunnskólanemar skora sjálfan sig á hólm gegn eigin sleni með daglegri hreyfingu og útivist í löngu frímínútunum í skólanum. Leikurinn er hópeflisleikur sem bíður upp á keppni milli bekkja, skóla og árganga á landsvísu. Með þátttöku safna nemendur íþróttastjörnum og styrkja þannig sinn bekk, skóla og árgang í leiknum. Allir nemendur hafa hlutverk í leiknum. Virkir og duglegir bekkir hljóta viðurkenninguna íþróttastjörnubekkur og skólar viðurkenninguna íþróttastjörnuskóli.
Til að fjármagna verkefnið stendur FRÍ fyrir sölu happdrættismiða í janúar. Dregið verður í happdrættinu 7. febrúar og fjöldi spennandi vinninga í boði. Söluherferð happdrættismiða beinist ekki hvað síst að fyrirtækjum sem með að kaupum á happdrættismiða fyrir starfsfólk sitt styðja í leiðinni verkefnið FRÍMÍNÚTUR. Hringt verður í fyrirtæki á næstu dögum og þeirra getið sem styrkja verkefnið á heimasíðu og fésbók þess.
Happdrættismiðar eru einnig til sölu á útsölustöðum N1 og einstaklingar hvattir til að nálgast happdrættismiða þar. Nú er lag að skapa samtakamátt í samfélaginu og hefja sókn gegn sleni og leggjast á eitt um að auka hreyfingu ungs fólks. Með fyrirfram þökk fyrir veittan stuðning í verki.
Tengiliðir Frímínútna hjá FRÍ eru Einar Vilhjálmsson (896-7080) og Benóný Jónsson (868-7657).

Vorfjarnám ÍSÍ hefst í febrúar!

Kæru félagar – HSÞ hvetur ykkur til þess að taka þátt í fjarnámi ÍSÍ !
Áhersla og kröfur samfélagsins til íþróttaþjálfara með góða þekkingu hafa síður en svo dvínað og því afar mikilvægt að íþróttahreyfingin svari kalli og hafi menntaða íþróttaþjálfara innan sinna raða.
Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst í febrúar.
Boðið verður upp á nám á 1. 2. og 3. stigi ÍSÍ sem er alm. hluti þekkingar íþróttaþjálfara og gildir fyrir allar íþróttagreinar.
Vakin skal sérstök athygli á því að í fyrsta sinn er nú nám á 3. stigi í boði sem er sjálfstætt framhald náms á 1. og 2. stigi. 3. stig ÍSÍ er síðasta stigið á framhaldsskólastigi. Alls fimm kennarar koma að kennslunni á þessu stigi með sérþekkingu á því efni sem þeir kenna s.s. í íþróttasálfræði, íþróttameiðslum, íþróttastjórnun o.fl.
Verið er að vinna að undbúningi náms á 4. og 5. stigi sem er á háskólastigi.
Frekari uppl. á isi.is og hjá Viðari Sigurjónssyni á vidar@isi.is og/eða í síma 460-1467.

LÍFSHLAUPIÐ – Landskeppni í hreyfingu

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, verður ræst527_ISI í sjöunda sinn miðvikudaginn 5. febrúar 2014. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í vinnustaða-, grunnskóla- og einstaklingskeppni, þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið.
Við hvetjum alla Þingeyinga til þess að taka þátt í Lífshlaupinu.
Opnað hefur verið fyrir skráningu vinnustaða, grunnskóla og einstaklinga á vef verkefnisins.

Smelltu hér www.lifshlaupid.is og kynntu þér málið!

NÝTT – fleiri valmöguleikar við skráningu. Nú getur einn aðili
séð um að skrá mörg lið til leiks og einnig er hægt að velja
á milli þess að skrá alla starfsmenn í sama liðið eða setja upp
liðakeppni innan vinnustaðarins.

Þeir sem hafa áhuga á því að fá send veggspjöld geta sent tölvupóst á lifshlaupid@isi.is.

Eldri fréttir

Hér má skoða allar fréttir HSÞ frá upphafi.

Fréttaflokkar Frjálsar 1-49

Fréttaflokkur Frjálsar 50-107

Fréttaflokkur Frjálsar 108-139

Fréttaflokkur Frjálsar 140-180

Fréttaflokkur Frjálsar 170-226

Fréttaflokkur Annað 19-62

Fréttaflokkur Annað 63-99

Fréttaflokkur Annað 100-149

Fréttaflokkur annað 150-199

Fréttaflokkur Annað 200-249

Fréttaflokkur annað 250

Fréttaflokkur Annað 300

Fréttaflokkur Bridge

Fréttaflokkur fundir og fundargerðir

Fréttaflokkur Glíma

Fréttaflokkur HSÞ

Fréttaflokkur Knattspyrna

Fréttaflokkur Landsmótssumar 2004

Fréttaflokkur skák

Fréttaflokkur Skíði

Fréttaflokkur Sund

Fréttaflokkur Unglingalandsmót 2006