Ársþing HSÞ 2021

Ársþing HSÞ fer fram á Þórshöfn þann 20. mars n.k. Alls eiga félögin rétt á að senda 82 fulltrúa á þingið en 23 virk aðildarfélög eru innan HSÞ.

Stjórn HSÞ leggur fram alls 11 tillögur á þinginu og er ein tillaga komin frá stjórn Völsungs. Margar tillögur snúa að því hvernig innra starfi sambandsins er háttað en meðal tillaga eru breytingar og uppfærsla á lögum HSÞ og breytingar á styrktarsjóðum HSÞ og starfsemi þeirra.

Aðildarfélögin hafa þegar fengið öll þingboð, dagskrá og tillögur en einnig er hægt að skoða tillögurnar hér á vefnum, sjá hsth.is/thinggogn