Fyrsta úthlutun úr Verkefna- og styrktarsjóði HSÞ

Í dag var úthlutað í fyrsta skipti úr nýjum sjóði hjá HSÞ sem var stofnaður í vor og tók við af þremur eldri sjóðum HSÞ. Alls bárust 11 umsóknir í sjóðinn að heildarupphæð 1.539.915 kr. Verkefnin sem hlutu styrk voru annars vegar fræðslu- og útbreiðsluverkefni (51%) og hins vegar var um akstursstyrki að ræða (49%). Alls var 610.802 krónum úthlutað.
Það er ánægjulegt að sjá þennan fjölda umsókna en þetta var fyrri úthlutun ársins úr sjóðnum. Síðari úthlutun fer fram í desember og er umsóknarfrestur til 15. nóvember. Hægt er að senda inn umsókn í sjóðinn hvenær árs sem er.
Reglugerð sjóðsins má sjá í heild sinni á https://hsth.is/reglugerdir/