Ásbyrgismót - Sumarleikar - Unglingalandsmót UMFÍ
Það er nóg framundan hjá íþróttakrökkum og áhugafólki um íþróttir, holla hreyfingu og félagsskap. Hið árlega Ásbyrgismót fyrir ungmennafélögin í gamla UNÞ fer fram nú um helgina. Verið er að prófa nýtt fyrirkomulag í ár en keppt verður í fótbolta á föstudegi og svo verða æfingabúðir í frjálsíþróttum auk mælinga á laugardegi og sunnudegi.
Sumarleikar HSÞ verða svo haldnir á Laugum 17.-18. júlí. Hér er keppt í frjálsíþróttum og fjörþraut fyrir yngsta aldurshópinn. Allir sem áhuga hafa, óháð félagsaðild geta tekið þátt. Hægt er að skoða drög að tímaseðli inn á http://thor.fri.is sem og úrslit mótsins þegar þar að kemur. Fyrirspurnir um mótið sendist á frjalsar.hsth@gmail.com.
Komdu með á unglingalandsmót
Toppurinn á sumrinu fyrir marga er svo þátttaka á Unglingalandsmóti UMFÍ sem verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina. Iðkendur og félagar í aðildarfélögum HSÞ eru hvattir til þess að mæta vel á þessa skemmtilegu hátíð þar sem hægt er að keppa í vel yfir 20 mismunandi greinum. Héraðssamband Þingeyinga, ásamt góðum fyrirtækjum, styður við þátttöku félaga af sambandssvæðinu með því að niðurgreiða þátttökugjöldin um 50%. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu unglingalandsmótsins www.ulm.is en þar er einnig hlekkur á skráningarsíðu mótsins sem er umfi.felog.is.
Hvert héraðssamband fær úthlutað tjaldsvæði á mótinu og vonumst við til þess að sjá sem flesta þátttakendur af svæðinu en keppni á mótinu er fyrir 11-19 ára og því til viðbótar eru fjölmargir viðburðir, verkefni og skemmtilegheit fyrir bæði yngri og eldri áhangendur. Þeir sem hafa hug á að slást í för geta einnig fundið hópinn HSÞ á unglingalandsmóti á fésbók.
Við þökkum eftirfarandi fyrirtækjum kærlega fyrir þegar veittan stuðning vegna þátttöku félaga og iðkenda af HSÞ-svæðinu.