HSÞ auglýsir eftir verkefnastjóra

Héraðssamband Þingeyinga auglýsir eftir áhugasömum einstaklingi í tímabundið hlutastarf. Um sveigjanlegt starfshlutfall er að ræða sem og starfsstöð viðkomandi.

Meðal verkefna sem þarf að sinna eru hefðbundin verkefni tengd skrifstofu sambandsins s.s. ársþing, samskipti við aðildarfélög, heimasíðu sambandsins ásamt fleiru sem stjórn felur viðkomandi.

Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góð tök á íslensku, góða tölvukunnáttu og sé jákvæður og lipur í samskiptum. Áhugasömum er bent á að senda greinargóða umsókn ásamt ferilskrá á netfangið hsth@hsth.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Hinriksdóttir framkvæmdastjóri HSÞ á sama netfang eða í síma 896-3107.