Ársþing HSÞ 2022

14. ársþing HSÞ fer fram nú á laugardaginn 12. mars í félagsheimilinu Sólvangi á Tjörnesi. Er það í umsjón Hestamannafélagsins Grana, Skotfélags Húsavíkur og Golfklúbbs Húsavíkur.

Þingið hefst kl. 10 og eiga rétt um 50 þingfulltrúar rétt til setu en auk þeirra hefur mætum fulltrúum frá ÍSÍ og UMFÍ verið boðið að sitja þingið með okkur. Auk hefðbundinna tillaga samþykkir þingið vonandi að taka þátt í svolítilli málefnaumræðu um íþróttahéruðin og framtíð íþróttamála.

Dagskrá, tillögur og ársskýrslu HSÞ má finna hér á heimasíðunni: https://hsth.is/thinggogn/. Auk skýrslu stjórnar og ársreikninga sambandsins má lesa um starf aðildarfélaga HSÞ í ársskýrslunni sem var, þrátt fyrir covid-ár, alveg magnað hjá mörgum félögum.