Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ er aðeins handan við hornið og við hlökkum til þess að fjölmenna á Selfoss um verslunarmannahelgina með frábærum þingeyskum ungmennum og fjölskyldum þeirra.

Skemmtileg dagskrá alla helgina með leikjum, keppnum, fjöri og skemmtun á vímuefnalausri útihátíð.

HSÞ niðurgreiðir þátttökugjöld iðkenda af svæðinu um helming.

Skráningu og allar upplýsingar um mótið er að finna á www.ulm.is. Skráning hefst 5. júlí og stendur til og með 25. júlí.

Endilega finnið hópinn HSÞ á unglingalandsmóti á fésbókinni. Sjáumst á Selfossi um verslunarmannahelgina