Opið fyrir umsóknir í verkefna- og styrktarsjóð HSÞ
HSÞ auglýsir eftir umsóknum í Verkefna- og styrktarsjóð HSÞ en frestur til að skila inn umsóknum vegna fyrri úthlutunar er 15. maí n.k.
Vakin er athygli á því að reglugerð sjóðsins var aðeins breytt á síðasta ársþingi til að auka skýrleika. Umsóknareyðublaðið er rafrænt og má finna á heimasíðu HSÞ ásamt reglugerð sjóðsins www.hsth.is/reglugerdir.