Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Sauðárkrókur er frábær mótsstaður og stutt í allt.

Líkt og venjulega ætlar HSÞ að niðurgreiða mótsgjaldið fyrir þátttakendur af sambandssvæði HSÞ og hvetjum við flesta til þátttöku. Fjöldi keppnisíþrótta er í boði fyrir 11-18 ára aldurshópinn en auk þess er ýmislegt í boði fyrir yngri mótsgesti. Mótið er vímuefnalaus skemmtun og því frábær forvörn fyrir okkar unga fólk.

Endilega kíkið á þær keppnisgreinar og þá dagskrá sem er í boði á www.ulm.is en skráningar fara í gegnum sportabler á www.sportabler.com/shop/umfi. Skráningum lýkur 31. júlí n.k.  Fyrir nýja þátttakendur og til upprifjunar fyrir aðra er minnt á að bæði er hægt að skrá sig í lið og sem einstaklinga í hópíþróttir – UMFÍ sér um að koma öllum í lið í hópíþróttum.