Úthlutanir úr verkefna- og styrkarsjóði HSÞ

Á stjórnarfundir HSÞ þann 27. nóvember sl. var samþykkt tillaga að úthlutun úr verkefna- og styrktarsjóði HSÞ, seinna úthlutunartímabil.

Það er alltaf jafn ánægjulegt að sjá umsóknir í verkefnasjóðinn sem að þessu sinni voru 9 talsins. Af þeim voru 7 vegna landsliðsverkefna í blaki en Völsungar standa sig sérstaklega vel og hafa nú undanfarin haust átt nokkra þátttakendur í landsliðsverkefnum á vegum Blaksambandsins. Tvær umsóknir voru vegna aksturskostnaðs á æfingar innan héraðs. Stjórnin samþykkti að úthluta kr. 728.940 til þessara verkefna eða örlítið hærri upphæð en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Reglugerð verkefnasjóðs ásamt vinnuviðmiðum má finna á heimasíðu HSÞ undir www.hsth.is/reglugerdir/

Héraðssamband Þingeyinga | Litlulaugaskóla | 650 Laugar
s. 896-3107 | hsth@hsth.is
kt. 580408-1330 | banki 1110-25-000252

Privacy Preference Center